Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 39

Skírnir - 01.04.1905, Page 39
Dularlitir og dulargeríi dýranna. Eftir Bjarna Sæmundsson. Af tveim ástæðum þurfa mörg dýr að láta sem minst á sér bera: meinlausu dýrin þurfa þess til þess að óvinir þeirra, dýrin, er sitja um líf þeirra og vilja gjöra sér þau að bráð, sjái þau ekki; liin, rángjörnu dýrin, þurfa þess til þess að geta sem bezt komið óvörum að bráð sinni, meinlausu dýrunum, er litla vörn geta veitt og eiga ekki annars úrkosti en að flýja, ef þau fá ráðrúm til þess. Þessi dýr reyna því sem bezt að leynast eða dyljast hvert fyrir öðru og getur þetta aðallega orðið á tvennan liátt. Með því að þau fara í felur (liggja í launsátri) eða þau eru þannig útlits, að ilt er að greina þau frá hlutum þeim, er í kringum þau eru. Það er þetta síðartalda atriði, er gera skal að umtals- efni hér og einkurn leitast við að heimfæra það upp á hérlend dýr á landi og í sjó, þar sem þeim er til að dreifa, einkum þau, er má ætla að flestum séu kunn, svo menn geti veitt þeim eftii'tekt og sjálflr svo reynt að finna fieiri en þau, er hér verða tilgreind. Því miður hefir höfundur þessara lína ekki haft tækifæri til að athuga sjálfur eins rnörg íslenzk dýr, einkum skordýr, og æskilegt væri til þess að geta valið beztu dæmin og væri vel, ef einhverir yrðu til þess að bæta þar við. Um sjávardýrin skal eg taka það fram, að það eru aðallega fjörudýrin, og þau botndýr, er lifa mjög nærri landi og yflrborðsdýrin, er auðið er að gera beinlínis athuganir á, en um dýrin er lifa niðri í sjávardjúpum, verðui' að eins auðið að draga ályktanir af útliti þeirra og öðrum eiginleikum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.