Skírnir - 01.04.1905, Blaðsíða 40
136
Dularlitir og dulargerfi dýranna.
Eins og þegar er á vikið, geta dýrin dulist hvert
fyrir öðru af því að útlit þeirra er í svo miklu samræmi
við hluti þá, er í kringum þau eru, eða jafnvel önnur dýr,
að ilt er að greina þau frá þeim. Það er eins og þau
séu að stæla útlit náttúrunnar umhverfis með útliti sjálfra
sín. Er þetta útlit þeirra ýmist fólgið í litnum einum, er
mætti þá nefna »dularlit« dýrsins, eða í lit og vaxtarlagi
í senn. Það nefni eg xdulargerfi*.1)
Þegar um dularlitinn er að ræða, þá nær eftirstæl-
ingin vanalega ekki lengra en það að lit dýrsins svipar
meira eða minna til þeirra lita, sem mest ber á á svæði
því, er dýrið lifir á. Þannig eru flest dýr og fuglar í
norðurheimskautslöndunum og norðuríshafinu hvít eða hvít-
flekkótt árið um kring, samlit snjónum og ísnum, svo sem
hvítabirnir, refar, hérar, snæuglur, valir, snjótitlingur,
mjaldur, náhveli og vöðuselur. — Dýr sem eiga heirna á
eyðimörkum lieitu landanna, eins og ljónið, eru oft gulgrá
á lit, samlit sandinum og klettunum þar. Eins eru ýms
þau skriðdýr gulgrádröfnótt er lifa á eyðimörkunum, t. d.
slöngur og jarðlegúanar, en aðrar tegundir þeirra, er lifa
i trjám, grænleitar eins og lauf trjánna. Sama er að segja
um sumar þær fiðrilda lirfur (tólffótunga) og ýms smá
skordýr er hér eru á grasi. Þau eru einnig grænleit.
Ljónið dylst fyrir bráð sinni, tölffótungurinn fyrir smá-
fuglum þeim, er sækjast eftir honum. Lóurnar, spóarnir,
þúfutitlingarnir og hrossagaukarnir eru módröfnótt að lit,
rnjög sarnlit móunum og mýrunum, er þau eru á; grá-
dröfnóttu sendlingarnir fjörusöndunum o. s. frv. Er því
miklu erfiðara fyrir ránfuglana að koma auga á þá, þegar
þeir eru á sveimi uppi yfir þeim og vilja þá feiga.
Flestar endur og gæsir (kvenfuglamir) eru og móflekk-
óttar og samlitar stöðum þeim sem þær eru á, einkum
meðan þær liggja á eggjum, enda kemur það sér vel, þar
*) í útlendum ritum er þetta síðara nefnt mimicry, sem er enskt
orð og þýðir eftirhermur eða eítirlíking. A voru máli liefir það verið
nefnt „verndarlíking11, en á ekki við nema að nokkru leyti.