Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 47

Skírnir - 01.04.1905, Page 47
Dularlitir og dulargerfi dýranna. 143 ildalirfur sumar hafa þann sið að festa sig með framfót- unum við trjágreinar, en standa svo beinar út í loftið og eru móleitar á lit, eins og þær væru visinn kvistur á greininni. Aðrar eru loðnar mjög og liárið hvítt og þegar þær sitja á greinarenda, líkjast þær fullkomlega víðirekl- urn með fræullinni á. Fiðrildi eitt á Indiandseyjum (Kallima) líkist mjög blaöi, þegar það situr á jurtastöngl- um, því báðir vængirnir sama megin mynda eins og eitt blað; tota gengur at'tur úr afturvængnum og þegar hún styðst við stöngulinn kemur »leggur« á »blaðið«, og loks er litunum þannig háttað á vængjunum að þeir mynda æð- arnar á blaðinu. Alþektust dæmi af þessu tægi eru hinir svonefndu »förustönglar«, (Phasma), mjög langvaxin móleit, allstór skordýr, skyld engisprettum, fæturnir eru líka langir, svo alt dýrið líkist mjög visnum jurtastönglum með greinum á, og »förublaðið« (Phyllium). Það er ljósgrænt á litinn, vængirnir í fylsta máta líkir blöðum og fæturnir þar að auki ílatir og breiðir ofantil, líkir smáblöðum. Innan um grænar jurtir er ómögulegt að greina þetta dýr, ef það hreyfir sig ekki. Sum skordýr líkjast óætum aldin- urn og eitt fiðrildi likist engu fremur en fuglsdrít, þar sem það situr á blaði og breiðir út vængina. Bjalla ein hérlend læst vera dauð, er hún mætir stygð, og er þá að lit og lögun líkust lambasparði. Það er alltítt að sum skordýr, er fuglar sækjast eftir, einkum fiðrildi, líkjast mjög að lit og vaxtarlagi öðrum skor- dýrum, skordýrum er fuglar af einhverjum ástæðum vilja ekki, eru t. d. stingandi, bragðvond eða þefill. Hinsvegar eru þau stundum glæsileg á litinn. Þau eiga þá hvort- tveggja heima á sömu stöðum. A þessu ber og nokkuð á meðal fugla. Gaukurinn er þannig á lit og í vexti svip- aður hauktegund einni. Gaukurinn er meinlaus skordýra- æta, haukurinn ránfugl sem aðrir ránfuglar láta í friði. Meinlausar eðlur eru stundum líkar eiturslöngum á litinn. Eg hefi hér að framan sýnt með allmörgum dæmum, hvernig litir og annað útlit ýmissa dýra verður þeim að liði í lífsbaráttuni. En þó eru mörg dýr án þessara

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.