Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 48

Skírnir - 01.04.1905, Page 48
144 Dularlitir og dulargerfi dýranna. hlunninda; þau þurfa þeirra þá ekki við, af því að þau eru öðrum hæfileikum búin, eða lífshættir þeirra eru þannig að þau þurfa ekki að dvljast fyrir öðrum dýrum. Eg skai nefna sem dæmi litfögru fiðrildin bragðvondu, er áður var getið um. »Vér erum svo bragðvond, að enginn fugl viif eta oss«, geta þau sagt. Þeim gerir það því ekki til þó mikið beri á þeim. Fráleikur á fiugi, sundi eða hlaupum getur og oft bjargað dýrum undan óvinum þeirra. Sum dýr svo sem broddgeltir og ígulker hafa góða vörn í broddum sínum. Margir sæsníglar hafa litfagran kuðung, en svo stóran og sterkan, að fiskar vinna ekki á þeim. Dýr sem lifa á hræjum eða jurtafæðu þurfa ekki að dyljast tii þess að geta betur aflað sér fæðu, og ef þau geta boðið rándýrunum byrginn, þá þurfa þau ekki að dyljast þeim. Af þesskonar dæmum má nefna moskus- sauðinn í heimskautslöndum Ameriku. Hann er dökkur mjög á fit og því auðséður í snjónum og á sér þó óvini eins og úlfinn, en hann hefir góð horn og ver sig liraustlega í hóp, ef á hann er ráðist. Annað og oss kunnara dæmi er hrafninn, hann er hvervetna sjálfum sér líkur, hvort sem hann er í snjólöndum eða snjólitlum, bæði vetur og sumar, »svartur sem bik og blár sem hel«, og hann þarf ekki að fara huldu höfði, því varla sækja ránfuglar sigur í klær hans, ef þeir ráðast á hann. Að minsta kosti hefi eg einu sinni verið sjónar vottui' að því, að fálki varð að geíast upp við hrafn. Krian og aðrir mávar eru og mjög auð- séðir fuglar, en hún hrekur burtu ránfugla og svo er að líkindum um aðra máva. Alidýrin geta ekki komið til greina í þessu sambandi, því þau standa undir vernd mannsins. Þó eru eftir mörg dýr, sem að þessu leyti standa illa að vígi í lífsbaráttuni og verða því unnvörpum öðrum dýrum að bráð, en ef mergð þeirra er jafnframt mikil og viðkoman líka, þá helzt tegundin víð, þrátt fyrir fækk- unina, að öðrum kosti er hætt við því að hún líði undir lok. Þá kemur að lokum að því atriði, hvernig dýrin hafa fengið dularliti sína og dulargerfi. Framsóknarkenn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.