Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 49

Skírnir - 01.04.1905, Page 49
Dularlitir og dulargerfi dýranna. U5 ingin1) skýrir það á þessa leið2): Alla dýrategundir geta breyzt, bæði að lit og skapnaði, og þær breytingar, er verða á einstaklingum hverrar tegundar og honum að liði i lífs- baráttunni, geta gengið í erfðir til afkvæmanna, kynslóð eftir kynslóð og hver kynslóð getur bætt við arfirm, svo að breytingar, er í fyrstu voru smáar, verða að lokum miklar, svo niðjarnir verða betur settir en forfeður þeirra, hæfari til að heyja baráttuna, komast betur og betur í samræmi við náttúruna umhverfis og bera sigur úr býtum. Aðrir einstaklingar, er ekki gátu breyzt eins mikið, dróg- ust aftur úr, biðu ósigur og liðu smámsaman undir lok. Þetta er nefnt val nátturunnar, eða náttúruvaliði Þeir einstaklingar veljast úr til að halda tegundinni við, sem bezturn hæfileikum eru búnir, hinir hverfa smám saman úr sögunni. — Forfeður dýra þeirra, er nefnd eru hér að framan, voru nú gæddir þeim eiginleikum að geta breyzt að lit eða lögun eitthvað lítið í áttina til þess að líkjast náttúrunni umhverfis og þessar breytingar uxu með hverri kynslóð, þartil að samræmi því var náð, er þau nú eru gædd; en þeir einstaklingarnir, er ekki gátu breyzt í þessa átt, eða ekki eins vel og hinir, gátu ekki heldur gefið niðjum sínum þenna hæfileika í arf. Þeir urðu því færri og færri og liðu smámsaman undir lok. Þeir einstakling- arnir, er gátu bezt breyzt, breyzt eins mikið og þurfti með, náðu samræmi við lífskjörin og báru sigur úr býtum. Hefði rjúpan okkar ekki náð því samræmi við nátturu þá sem hún á við að búa, að verða hvít á vetrum, er efa- samt, hvort hún hefði getað staðist baráttuna við fálkann og líkt mætti ætla um ýmis af þeim dýrum, er hafa verið nefnd hér að framan. Dularliturinn og dulargerfið eru eitt af þeim mörgu meðulum, er náttúran notar til þess að tryggja dýrategundunum framtíð. *) A síðari árum hafa sumir nefnt þessa kenningu breytiþróunarkenningu. *) Sjá ritið: Darwinskenning eftir Arm. Hansen. Þýtt af cand. Helga Péturssyni, Keykjavík 1904, bls. 10.—12. 10

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.