Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 55

Skírnir - 01.04.1905, Page 55
Leturgerð og leturtegundir. 151 fullkomnu mynd er nú »saga ein« og enginn kann að ráða þau fáu sýnishorn hennar, sem enn eru til. — Og þó lítur út fyrir að heilar bókmentir hafi verið til á þessu merkilega ritmáli, svo sem smágreinir sögulegs efnis, lög, tilskipanir og því um líkt. Af fornum kínverskum frásögnum má ráða, að hnúta- skriftin hefur líka verið höfð um hönd fyrir þúsundum ára i »hinu himneska riki«, og litur þannig út fyrir að hún liafi á einu skeiði menningarinnar verið all-algengt sagnfæri. Haldið er að Kínverjar hafi farið mjög dult með hnýtingar og lestur þessarar skriftar. T. d. er það sagt, að faðir hafi að jafnaði ekki fyr en á banasænginni trúað öðrum fyrir list sinni, og þá þeim syninum erhann unni mest. Indíánar í Norður-Ameríku notuðu sagnfæri erWam- pum nefndist, og var það því sem næst jafngildi hnúta- skriftarinnar, sem frændur þeirra suður frá notuðu. Þessi Wampum voru breið hálsbönd eða belti, alsaumuð hvít- um og bláum skeljum, er settar voru í ýmsar reglubundnar myndir. Þar sem myndirnar táknuðu hugmyndir og hug- tök, mátti nota slík Wampum sem sagnfæri manna eða þjóðflokka á milli. Þar var mikið undir litnum komið, ekki síður en í hnútaskriftinni. Svo táknaði hvítt vináttu, svart fjandskap, og var það haft þegar menn sögðu öðrum stríð á hendur. Wampum, sem átti að tákna frið og bandalag með þremur Irokesaflokkum, leit út svo sem nú skal greina: A Ijós-fjólubláum feldi var hvítt hjarta tengt með hvítum skeljaröðurn við dálitla hvíta ferhyrninga til beggja handa. Það þýðir: I bandalaginu er að eins eitt hjarta, er samtengir flokkana alla í senn og hvern við annan. Sagnfæri, sem í mörgu svipar mjög til Wampums Indiánanna, áttu Forn-Gotar sér þar sem herörin var. Það var stafur og var rist á hann merki, sem ráðin voru eftir fornum og föstum venjum. Vera má að í orðinu »bókstaíur« (á þýsku: Buchstabe) eimi enn þá eftir af endur- minningunni um herörina og notkun hennar. Menn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.