Skírnir - 01.04.1905, Blaðsíða 58
154
Leturgerð og leturtegundir.
því smátt og smátt einfaldari og fáskrúðugri, og má t. d.
þegar sjá það á klettrúnunum, sem svo eru nefndar.
Þetta merkilega letur er gert af myndum og táknum, sem
höggvin eru á stóra steina eða meitilberg, og kemur það
fyrir bæði í Evrópu, Asíu og Ameríku. (I Danmörku að
eins á Borgundarhólmi og á nokkrum klöppum í Odsherred).
Táknin eru svo að kalla alstaðar eins — iljar og hjól og
skálmyndaðar dældir — og halda menn því helzt, að þetta
hafi verið helg tákn. Myndirnar eru af mönnum, og eru
þeir oft vopnaðir boga, sverði og spjóti; þær eru líka af
dýrum, trjárn, vögnum, en einkum af skipum. Eiga þær
eflaust að sýna störf manna í friði og stríði. En annars
vita menn ekkert með vissu um það, hvernig þær á að
ráða.
Svo sem áður er sagt, má á þessum klettrúnum sjá
hvernig myndirnar verða einfaldari og fáskrúðugri. Skipin
verða að einni eða tveimur boglínum. Mennirnir að sam-
hliða strikum, er standa eins og tindar í greiðu upp úr
hinum strikunum, sem eiga að tákna skipin. Spendýrin
að ferfættu verunum sem kunnar eru af fyrstu teiknitil-
raunum barnanna. Og svona er koll af kolli alt gert æ
einfaldara.
Klettrúnirnar ern sumar frá tímum löngu áður en
sögur hófust, en myndaletur síðari tíma er ekki verulega
frábrugðáð þeim. I því eru myndirnar líka, að meiru eða
minna leyti gerðar sem einfaldastar, svo sem sjá má af
1. mynd, sem er af áletrunum tveim, er Myengun Indí-
ánahöfðingi á sínum tíma lét gera til minningar uin
frægðarför sína yflr Efravatn í Norður-Ameríku.
A fyrri myndinni sést höfðinginn. Hægri hendinni
styður hann á tjald og er í því mannfiskur, jartegn
ættarinnar eða totem (orðið kvað vera komið af dodaim,
orði sem á Indíána máli merkir þorp). Við fætur höfð-
ingjans sést totem sjálfs hans, úlfurinn. Til vinstri
handar honum eru verndarandar þeir sem eiga að halda
hlíflskildi yfir honum á ferðinni.