Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 71

Skírnir - 01.04.1905, Side 71
Leturgerð og leturtegundir. 167 lega, að við byrjun hverrar línu myndaðist þrístrend hola, eins og naglahaus í laginu. Þessi litli þrihyrningur fékk smám saman æ meira gildi. í fyrstu var hann dálítil breikkun við byrjun hverrar línu, komin af tilviljun einni, en varð svo að lok- um það sem bezt einkennir allar fleygrúnir. A myndinni, sem hér er sýnd, koma fleygarúnirnar fram í sinni fullþroskuðu mynd. Eins og kín- verska letrið, var assýrisk-baby- lonska letrið lika í fyrstu hugtaks letur, en snemma breyttist það að nokkru leyti í samstöfu- eða hljóð- ritun Fleygrúnir á tigulsteini úr rústum Babylonar. Helgirúnir og stafróf. A hofrústum, legsteinum og öðrum minnismörkum frá blómatíð Forn-Egipta sjást enn í dag hinar einkennilegu myndir, sem heimurinn gat ekki ráðið um hálfa aðra þús- und ára. »Hieroglýfur« heita þær, og er orðið komið úr grísku máli og þýðir: helgirúnir. En þangað til fyrir einni öld, þýddu þær annað og meira í hugum manna al- ment. Þær voru tákn hins óskiljanlega, hins órannsakan- lega. I þeim lá fólgin Svingsar-gátan. En sú kom tíðin að einnig þessar myndir og tákn, sem virtust vera svo óskiljanleg, urðu að kasta dular- gerfinu og gera grein fyrir háttum og störfum löngu lið- inna kynslóða, frammi fyrir dómstól vísindanna. Því að árið 1799 bar það við einn dag, að franskur stórskotaliðs- foringi fann stein við bæinn Kosette á Neðra-Egiptalandi og var rist á steininn með þrens konar letri — helgirúnum, »demotisku«, og grísku — hátíðleg yfirlýsing frá egipzkum prestum til heiðurs Ptolemaiosi Konungi Y. Þessi fundur

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.