Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 82

Skírnir - 01.04.1905, Side 82
178 Útlendar fréttir. Hafði það ólöglegan kaupskap við fiskimenn fyrir innan skerjagarð- inn. Var þetta kært og risu af því langvinn málaferli. Lauk þeim svo, að sænski utanríkisráðherranu feldi úrskurðinn Englend- ingum í hag. Urðu Norðmenn bæði að greiða skaðabætur og máls- kostnaö. Þetta mál mintu nú vinstrimenn á og var því oft beitt í kosningabaráttunni. Um þessi ár og alt til síðustu kosuinga 1903 hóldu vinstri- menn meirihluta í Stórþinginu. Stóðu þá hægrimeun og vinstri- metm hvor öðrum mjög andvígir. Hægrimenn lögðu fram ntargar yfiri/singar frá skipaútgerðarmönnum og skipstjórum þeirra, er lótu í ljósi ánægju sína yfir ástandinu, að því er konsúlamálefnin snerti. Auk þess sem meun óttuðust að koma alvarlega í bága við Svíþjóð, þá voru ntenn og smeikir um, að það mundi allmjög auka litgjalda- byrði ríkissjóðs, að fá sórstaka konsúla, sent ef til vill varð að hafa í för með sér sérstakan utanríkisráðherra og að líkindum einuig sérstaka sendiherra. En vinstrimenn slógu óspart á strengi þjóð- ernistilfinninganna og héldu því frarn, að Svíþjóð hallaði á Noreg, hvort sem litið væri á landsháttu, utanríkismál eða verzlun, og að ástatidið væri þannig. að Noregur væri varla frjálst og óháð ríki í augum erlendra þjóða. Norðmenn hefðu sigrað í baráttunni um merki Noregs. Þeirri deilu lauk svo að sambandsmerkið var fe'.t úr verzlunarmerki Noregs, er vakti mikla gremju frá Svíþjóðar hálfu — en ætti sjálfstæði Noregs að konta frant í fullum ntæli, þá yrði hann og að halda sjálfttr kottsúla í erlendum verzlunar- borgum. 1895 var baráttan mjög svæsin og gengtt þá líka ákafar dylgjur um stríð. Einkum leit út fyrir að krónprinsiun væri ntjög and- vígur kröfunt Norðmanna. Þó tókst Oskari konungi með hyggi- legri pólitík að koma í veg fyrir alvarlegar ásteytingar. Frá 1900—1903 var verið að sentja fram og aftur við sænsku stjórnina um að setja á stofn sérstök norsk konsúlaembætti, án þess að blanda því máli saman við skiftingu utanríkisstjórnarinnar að öðru leyti eða aðrar breytingar á sambandi ríkjanna. Fvrir aðhald af hálfu vinstrimanna í Stórþingitju, tókst það 1900—1901 að fá Steen ráðherra til þess að fela Sigurði Ibsen1) afgreiðslustjóra í norska stjórnarráðinu að' undirbúa skipulag þessa máls. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að hægt væri að setja á fót sérstök ') Hann varð síðar norskur ráðherra í Stokkhólmi eftir Qvam. Hann er einkason skáldsins Henrik Ibsen.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.