Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 83

Skírnir - 01.04.1905, Side 83
Útlendar fréttir. 179 norsk konsúlaembœtti, án þess að breyta til í nokkru um utan- ríkisstjórn landanna eður sendiherrastöður. Hin norsk sænska kon- súlamálsnefnd, er sett var til að íhuga málið, komst í aðalatriðun- um að sómu niðursjöðu sem dr. Ibsen, um framkvæmanleik þessa fyrirkomulags. Þó höfðu hægrimenn litla trú á því, að slíkir samn- ingar mundu bera nokkurn árangur. En þegar stjórnirnar voru þannig seztar á sameiginlega rök- stóla, kom skyndilega \tpp í Svíþjóð sterknr andblástur gegn stefnu þeirri er vér óskuðum að samningarnir skyldu ganga í. Um nyárs- leytið 1903 réðu mörg sænsk blöð allakaft frá því, að samningun- um yrði haldið áfram, nema því að eius að jafnframt væri leitt til lykta skipulag sameiginlegrar utanríkisstjórnar og líka samið um yms önnur atriði. Sumarið 1902 voru margir fundir haldnir í Kristjauíu. Styrðu þeim frá Noregs hálfil Blehr ráðherra og frá hálfu Svíþjóðar ráðherrarnir Lagerheim og Boström. Loks tókst þess- ari konsúlamálsnefnd að koma fram með grundvöll til að byggja á samninga um sérstaka konsúla fyrir Noreg og Svíþjóð. Niðurstaða nefndarmanna kom í Ijós álitsskjali þvi, er mikið hefur verið ’ritað um, og er aðalefni þess þetta: »Nefndin gerir ráð fyrir, að sett séu á stofn sórstök , norsk konsúlaembætti, er standi eingöngu undir norskri umsjón. Afskifti utanríkisráðherrans af norskum konsúlamalum skulu afnumin, nema að því er snertir útvegun á vikurkenningu erleudra ríkja. Sömu- leiðis skal úr gildi numið eftirlitsvald hansyfir norskum konsúlum. Stjórn og umsjón norskra konsúlamála skal fengin í hendur norskri stjórnardeild, og skal hún að jafnaði vera milliliður milli utanríkisráðherrans og norsku kor.súlanna. I einstöku málum, er snerta pólitík eða samningaviðskifti ríkja á milli, geta þó komið fyrir bein viðskifti rnilli utanríkisráðherrans og konsúlanna. Það skul afnumið, að sendiherrar séu stjórnarlegur milliliður milli norskra konsúla og konsúlamálastjórnarinnar. Bein viðskifti milli sendiherranna og norsku konsúlanna í þeim efnum er snerta hvorttveggja í senn, sendiherrastörf og konsúlastörf, hugsar nefnd- in sór sem samvinnu, í stað þess að einn só undir annan gefinn, svo sem áður var. Utanríkisráðherrann og sendiherrarnir geta að því er snertir sænsk konsúlamál og konsúla haldið óbreittri þeirri stöðu er þeir nú hafa samkvæmt sambandi ríkjanna«. Þetta bráðabyrgðarsamkomulag fékk eindregið fylgi vinstri- manna í Stórþingiuu, nema að því er snerti ákvæðin um að sam- band hinna sérstöku konsúla annars vegar og núverandi utanríkis-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.