Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 96

Skírnir - 01.04.1905, Side 96
192 Ritdc’imar. Dæmisögur eftir Esóp og fleiri höfunda t íslenzkri þýdingu eftir Stein- grím Thorsteinsson. Reykjavik 1904. [Kostnaðarmaður Sig- urður Kristjánsson]. Nafn þyðarans er næg trygging fyrir því, að mönnum muni hér enginn miðlungsvarningur boðinn. Snildarleg meðferð hans á Islenzri tungu og smekkvísi er svo þjóðkunn, að það væri að bera í bakkafullan lækinn, að vera að hafa fyrir því að draga búta i lofköst þann, sem honum hefur þegar að varðungu verið reistur fyr- ir þetta. I sögum þessum er efnið fært í hjúp barnslegrar einfeldni, en undir hjúpnum er falin bin dypsta lífsspeki. I þeim koma dýrin og trén fram talaudi og starfandi eins og mannlegar verur, alveg á sama hátt eins og leggirnir og völurnar í barnleikjununt eða dýrin í sumunt þjóðsögunum okkar; efnið á að nokkru leyti heimilisstöð í hugmyndaheimi barnanna, en færir þó út landamæri hans. Frarnan af á meðan þroskinu er smár, sjá þau lítið annað en hjúpinn hiun fagra, en eftir því sem þroskinn eykst geta þau farið að skygnast gegnum hjúpinn, dvrin og trén fara að verða fyrir þau meira en undraverur, þau fara að vera sýnilegar írnynd- ir dygðanna og lastanna, kostanria og. ókostanna, ímyndir, hygni, gætni, góðfýsi, grunuhygni, flasfengni, slægðar og illvilja; skemti- bókin verður þeim að lærdómsbók. Þér sem hafið börn uudir hendi, skuluð fá þeim kver þetta í hendur og leiðbeinið þeim við lestur þess og hagnýtingu, og vona eg að þér munið komast að raun um að eg fer hér með satt mál. J. S.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.