Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 1

Skírnir - 01.01.1908, Side 1
A vegamótum. Kauptúnið var nokkuð mislynt Eins og ísland. Og <eins og honum síra Sveini fanst hún Steinunn sín orðin. Fátt gat verið yndislegra en kauptúnið í sólskini og stillum. Þá teygðu lognrákirnar sig eftir flrðinum, djúpar og glampandi, eins og þær byggi yfir engu öðru en unaði. Og eyjar og hólmar fyltu útsýnið fjölbreytni og eyrun hljómum og hugann bjargræðisvonum. Uti í eyjunum var alt fult af hólum og dældum og töðugæfu grasi og eggjum og fuglasöng. A eyrum út og suður frá kauptúninu, fram með strönd- inni, voru ógrynnin öll af kríum og skeglum. Þær voru ókyrlátar og hávaðasamar og iágu í einlægu rifrildi. Kæmi einhver nærri bygðum þeirra, hömuðust þær og létust til alls búnar, rendu sér langar leiðir að komumanni og gerðu sig líklegar til þess að rota hann. En þorðu ekki að reyna það, þegar til kom, og gerðu ekki annað en garga. Síra Sveini fanst þetta garg vera galli. Það raskaði friði náttúrunnar, sem annars væri svo mikill þarna í kauptúninu. Stundum raskaði það jafnvel rósemi hugans og jafnvægi sálarinnar. Allur ófriður i náttúrunni benti á eitthvert ósamræmi í tilverunni, sem hugann hrylti við. Og sá ófriður leiddi hugann að öllum ófriði mannanna og öllu illu, sem honum væri samfara. Frú Steinunn var ekki á sama máli. Og einu sinni lét hún það uppi. 1

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.