Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 3

Skírnir - 01.01.1908, Page 3
Á vegamótum. 3 sér í hugarlund, að þeir væri tröll enn í dag, og gæti skotið einhverjum skelk í bringu, sagði hún. — Það væri nú ekkert undarlegt, þó að þeim þætti leiðinlegt að standa svona í sömu sporum öld eftir öld, og vei’a ekki annað en steinar, mælti hún enn fremur. Prestur vissi, að þetta var ekki annað en gamanhjal. En honum fanst einhver beiskju keimur alt í einu vera orðinn að rómnum. Og einhver þunglyndis-slikja alt í einu vera komin á augun. Hann gekk að því vísu, að hugsanir hennar væri að fara út á þær göturnar, sem honum var örðugast að ganga með henni. Hann komst líka brátt að raun um það. Eftir fáein andartök tók hún aftur til máls: — En mennirnir sýnast ekki kunna neitt illa við það — nátttröllin, hraunstrókamennirnir, sagði hún og hló kuldalega. — Finst þér eiga vel við að líkja ódauðlegum manns- sálum við hraungrýti? mælti hann góðlátlega. Frú Steinunn svaraði með nokkurri ákefð: — Það getur verið, að eg hafi ekki komið rétt orð- um að því. Eg á við það, að þið — — að menn eru alt af að loka sig inni í einhverjum hellisskútanum. Þola ekki með nokkuru móti morgunsól nýrra hugsana. Hafa æfinlega einhver undanbrögð undan ljósinu. Eg vildi, eg vissi, við hvað þeir eru hræddir! Þau héldu heim úr þeirri hraunför, hjónin, án þess að tala meira saman. Síra Sveinn vildi ekki leggja út í neinar umræður um þetta. Hann vissi, að það var ekki til annars en ýf- ingar að tala við hana um þetta, þegar hún var í þessu skapi. Og hún komst í örðugt skap, hvenær sem hún mintist á þetta. Og um þetta veitti honum örðugast að tala. Frú Steinunn gekk þegjandi við hlið hans heim til þeirra. En þegar þau voru komin heim til sín, hóf hún máls á því, einstaklega góðlátlega, hvað þetta væri yndislega 1*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.