Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 6

Skírnir - 01.01.1908, Side 6
6 A vegamótum. Eins og hann léti hafa sig til annars eins! Maður, sem leit á trúarbrögðin af jafn-miklu frjálslyndi og hann! Það hefði verið móðgun við hann, að fara að skifta sér af öðru eins máli og þessu — fara að lmlda yfir h o n u m ræðu um annað eins og þetta. Það var gott, að hún hafði ekki sagt meira, en hún hafði sagt. Og hugur hennar fyltist um stund endurminningum um atburði, sem vakið höfðu traust og fögnuð. Ein þeirra var fegurst. Hún var frá námsárum hans — því kvöldinu, er maðurinn hennar, sem nú var orðinn, hafði tjáð henni ást sína, og hún hafði lofast honum. Þau höfðu verið stödd í Islendingafélagi í Kaupmanna- höfn. Umræður höfðu verið fjörugar. Umræðuefnið hafði verið kristindómurinn. Ungir stúdentar höfðu andmælt honum. Þeir höfðu fært rök að sínum málstað, og í orð- um sumra þeirra liafði verið eldur. Húu lmfði aldrei heyrt mótb.irurnar orðaðar jafn-vel, og aldrei heyrt talað af jafn-mikilli orðgnótt um neitt. Hún fann sál sína lyft- ast upp og vaggast, ýmist á vængjum vitsmunanna, eða mælskunnar, eða frelsisþrárinnar, eða ljósfælni-hatursins. En við og við var eins og vængirnir linuðust. Hún hafði þá óljóst veður af þvi, að ekkert það, sem verið var að segja svo fagurlega, kæmi í raun og vcru insta kjarna málsins lifandi vitund við. Þangað til h a n n tók til máls. Hann talaði rólega og stillilega. En henni fanst hún finna sannfæringar-hitann leggja af orðum hans inn í instu afkyma sálar sinnar. Hann sagði, að þeir hefðu alt af verið að tala um það í kvöld, hvernig trúarbrögð Jesú frá Nazaret hefði orðið í höndum mannanna. En þeir hefdi, eins og mönn- um hefði hætt svo við á öllum öldum, mist sjónar á því, hvað hann hefði sjálfur sagt um þau. Auðvitað hefði hann sagt margt um þau. En á það eitt skyldi bent nú, að hann hefði sagt, að sitt ríki væri ekki af þessum heimi. Það hefði nú ekki verið íuikill vandi að sjá. Því aðþegar

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.