Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 9

Skírnir - 01.01.1908, Side 9
Á vegamótum. 9' Hann haf'ði ekki viljað ræða það mál frekara. Ekki heldur síðar. Ávalt farið undan i flæmingi. Farið að tala um eitthvað annað, ef hún veik að því. Eða farið að láta vel að henni. Hún fann ekki betur en að hann væri að verða frá- hverfur þeim bókum, sem hann haf'ði áður látið mest af. Nú fekst hann aldrei til þess að tala um þær. Komu þær óþægilega við samvizku hans? Eða var hann að fella allar andlegar flugfjaðrir? Nei. Það var verið að reyta þær af honum. Og hræðslan hvarf um stund. Hugurinn varð fullur af gremju og hatri. Hún hefði getað lamið vini hans með rússneskum hnútasvipum. Hún mundi eftir sýslumanninum, kvöldið sem hann hafði setið inni hjá þeim í fyrra haust og haldið rnann- inum hennar í löngu hláturs-kasti. Hún mundi, hvað það var, sem hann hafði látið hann hlæja að. Hann hafði verið að henda gaman að sólardraumum mannanna. Að traustinu á mönnunum. Að sjálfsfórnar-þránni. Að kær- leikanum. Að sannleiks-baráttunni. Að öllu því, sem hún taldi björtustu geisiana frá guði. Alt hafði hann sýnt þetta með kynlegri afskræming- ar-orðgnótt í spéspegli fyrirlitningarinnar. Og maðurinn hennar hafði hlegið. Hún hafði skilið hláturinn. Sýslumaður talaði áreiðanlega af undarlegri snild. En sjálf hló hún ekki. Henni fanst hún standa alls- nakin úti í gaddhörku. Og eftir það kólnaði henni um hjarta hvert sinn, sem hún vissi, að fundum þeirra, sýslu- manns og mannsins hennar, bar saman. Og hún mintist kaupmannanna beggja. Hvað þeir liöfðu ávalt verið þess albúnir að fylgja sýslumanni að málum, þó að ver gegndi. Henni hafði sviðið það sárt að lieyra og sjá alþýðumenn gera sér í hugarlund, að þessir menn væru höfðingjar þeirra. I hennar augum voru þeir litið annað en þrælar. Þrælar gróðafíknarinn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.