Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 20

Skírnir - 01.01.1908, Side 20
20 Móðurmálið. um ágætismöunum, sem voru uppi á öndverðri 19. öld, þeim Sveinbirni Egilssyni, Konráði Gíslasyni, Jónasi Hall- grímssyni o. fl.; íslenzkan hafði tiL allrar hamingju átt sér örugt fylgsni undir tungurótum alþýðunnar; þess vegna var henni þá viðhjálpandi; þessir menn leiddu hana út úr felunum og settu hana í hásæti bókmentanna. Við unnum Jónasi mest, af því að hann hefir manna bezt leitt í ljós, að nútíðarmálið, eins og það lifði og liflr enn á vörum alþýðunnar, er svo fjölskrúðugt, lipurt og hljóm- fagurt, et' rykið er hrist af, að því má með réttu skipa við hlið forntungunnar og í flokk merkustu tungumála heimsins. Jónas Hallgrimsson var upprisa og líf íslenzkrar tungu »En hvað er þá orðið o k k a r starf« síðan hann og hans félagar lniigu til moldar? »Höfum við gengið til góðs götuna«, sem þeir vísuðu oss á ? Höfum v i ð unnið, svo um muni, að viðreisn og þroska móðurmálsins? Nei. L'að er meinið. Við höfum ekkert gert. Enn er flest iært á danskar bækur í heizta aimenna mentaskóla landsins; enn tala flestir kennarar dönsku- blending við iærisveina sína; enn er engin orðabók til yfir nútíðarmálið í heild sinni, engin orðbeygingafræði, engin orðskipunarfræði, engin orðsköpunarfræði, alls eng- ar nýtar kenslubækur til að kenna móðurmálið; móður- málskenslan er þess vegna lítils virði, eða einskis, í flest- um menningarskólum landsins; henni er haldið uppi fyrir siðasakir, rétt til málamyndar, eins og einhverri hálf- óþarfri aukagetu. Það er satt, að málið heflr auðgast undanfarinn manns- aldur; því hafa fénast mörg ný orð, sem fengur er í. En meir hefir þó dyngst í það af útlendum orðskrípum. Far- ið og talið við verzlunarmenn; þeir hafa dönsk orð í annarihvorri setningu, sem þeim hrýtur af vörum. Sama er að segja um sjómenn og iðnaðarmenn; allir eru þeír

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.