Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 26

Skírnir - 01.01.1908, Page 26
Sjálfstæðisbarátta Noregs á r i ð 19 0 5. Stutt yfirlit. Yndislegt, mikilfengt æfintýrið, sem endir var bund- inn á með hinni norsku þjóð daginn sem Hákon konung- ur sigldi inn fjörðinn til Kristjaníu, er enn í augum lang- samlega mikils meiri hluta þjóðarinnar eins og glampandi sólskinsfoss. Mér er það orðinn gamall vani að leita að r ó t u m alls þess, sem kemur hugsun minni á hrevfingu eða gerir huga minn hlýrri, og því dýpra sem þær rætur ná, er eg finn, því meira traust hefi eg á gróðurmagninu. Og að svo miklu leyti, sem eg get séð, er rótin að þessu glæsilega norska æfintýii svo falleg og djúpsett, að mér er fögnuður að því að sýna mönnum hana. Allar þjóðir mannkynssögunnar hafa gætt guði sína beztu og djúpsettustu hugsununum, þeim hugsunum sínum, er gert hafa vart við sig af mestri alúð og mestu magni og mestum sérkennileik, og sett hafa allsherjar mótið á anda þeirra. Og þar sem þessir guðir hafa í upphafi ver- ið höfðingjar eða vitringar með þjóðunum sjálfum, hefir geymst margt ógleymanlegt spakmæli, sem þeim hefir um munn farið — og þá einkum þau, er svo var háttað, að þjóðin kannaðist við insta eðli sjálfrar sín i þeim. Svo var Norðurlandamönnum farið, jafnvel flestum þjóðum fremur. Eg hefi kynt mér sögu Norðurlanda allra, að því leyti sem eg hefi átt kost á. Og eg hefi sannfærst um

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.