Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 41

Skírnir - 01.01.1908, Side 41
Sjálfstæðisbarátttt Noregs árið 1905. 41 geti sagt um og verði að segja um, að þar hafi Svíar haft rétt að mæla að lögum. Eg finn, að mér er þörf á að láta þessa getið í heyranda hljóði. Satt er það að vísu, að yfirlætisflokkurinn sænski hefir gert hvert glappaskotið eftir annað — líka frá sjónarmiði laganna — og að ójafn- aður hans hefir stuðlað að því, að nefndarálitið í konsúla- málinu kom fram, að konsúlalögunum var synjað staðfest- ingar, og að hinir ískyggilegustu örðugleikar komu fram á fundinum á Karlstað. En jafnáreiðanlegt er hitt, að sá flokkur hefir, þrátt fyrir alt, farið að ráði sínu eins og hann fór af ást til Svíþjóðar og eftir beztu samvizku. Og vér Norðmenn ættum,tframar öllum öðrum, að vera svo vandaðir og láta oss þykja svo vænt um hreinleik hugarfarsins, að vér könnumst við þetta. En þótt ekki sé litið á annað en þetta, >-að breyta eft- ir beztu samvizku«, þá eru menn komnir lengra en að sjónarmiði lögfræðinnar. Og hver sem lætur sér það nægja, og hyggur að hann hafi kafað til botns í málinu með Sví- um og Norðmönnum á þessum tímum með því einu, að dæma málið eftir nákvæmustu lögfræðireglum — hann sýnir, að hann liefir í raun og veru alls ekki kynt sér eðli þess né málavexti. Það sem gerðist í Noregi 1905 er miklu meira mál en endir getur orðið bundinn á með sókn og vörn mál- færslumanna. Það er sögulegur árangur af auknum þroska, það er dómsúrskurður sögunnar. í Noregi er þetta aðal- atriðið, að þjóðin hefir íundið þá hugsjónina, sem er ná- tengdust eðlisfaii hennar, og náð valdi á henni. Og þeg- ar svo er ástatt, er réttlætið ekki fólgið í lagagreinum, heldur í því, að þjóðin, sem í hlut á, á það skiliðr sem gerst hefir. Og samt má segja, að því betur sem þeir verðleikar hafa sáldast og hreinsast í vakandi með- vitund þjóðarinnar, því fjær fer því að sjálfsögðu, að breytingar-árangurinn í lífi hennar ríði bág við gildandi lög. Miklu fremur verður einmitt það mælikvarðinn á ár- angurinn, hve vel hann samþýðist gildandi lögum — auð- vitað að því til skildu samt, að þau eigi rætur í sönnit

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.