Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 51

Skírnir - 01.01.1908, Side 51
PrédikaiÍQn og bölsýni hans. 51 mönnunum til þess að gleðjast og gæða sér meðan æfin endist; annað sé ekki upp úr lífinu að hafa. Ósjálfrátt dettur lesandanum þvi þegar í hug, að 11. v., sem svo stingur í stúf við það, sem á undan fer og eftir kemur, sé innskot, sem hinn upprunalegi höfundur hafi aldrei ritað. I 3,16 og 4,1 neitar höf. því, að nokkurt siðferðislegt réttlæti eigi sér stað í heiminum; þar sem réttlætið eigi að vera, þar sé ranglæti; þarna streymi tár hinna undir- okuðu, en enginn huggi þá. — En í 3,17; 5,7 og 8,11 er það talið vafalaust, að hinn æðsti dómari vaki yfir öllum og muni dæma alla á sínum tíma, — hann fresti að eins dóminum um stund. I 3,18—21 er því haldið fram, að enginn munur sé á mönnum og skepnum. Örlög þeirra séu hin sömu: eins og skepnan deyi, svo deyi og maðurinn, og alt hafi sama andann, og yfirburði hafi maðurinn enga fram yfir skepn- una. »Alt fer sömu leiðina«, segir höf., »alt er af moldu komið og alt hverfur aftur til moldar. Hver veit, hvort andi mannanna fer upp á við, en andi skepnunnar niður á við til jarðar?«. — En í 12,7 segir höf.: »Moldin hverf- ur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til guðs, sem gaf hann«. En óðara en hann hefir ritað þessi trúarsterku orð, grípur gamla bölsýnið hann og hann slengir út úr sér með jafnmikilli sannfæringu áfellisorð- unum sínum alkunnu um lífið: »Aumasti hégómi1), segir prédikarinn, alt er hégómi!«. Og aftur spyr lesandinn sig, — sá er veitir því nokkura eftirtekt, sem hann les, og ekki telur það óhæfu að hugsa um það, sem i biblí- unni stendur: er hugsanlegt, að nokkur rithöfundur geri sig sekan í slíkri mótsögn, og það jafn-skýr maður og höf. þessi hlýtur að hafa verið? Hefir ekki einhverju verið bætt hér inn i, sem ruglar hina upphaflegu skoðun höf- undarins? l) í biblíuþýðing vorri stendur: „M e s t i hégómi“ ; það er naum- ast jafnsterkt og frumorðin, sbr. latnesku þýðinguna (Vulgata): vanitas vanitatum. 4*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.