Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 52

Skírnir - 01.01.1908, Page 52
52 Prédikaiinn og bölsýni hans. í 7,15; 8,10.12a og 14 er því haldið t'ram, að hé- gómi sé að trúa því, að guð umbuni ráðvöndum, en hegni illræðismönnum. — En í 7,17 og 8,5. 12 b. 13 fullyrðir höf. að illgerðamönnunum sé hegnt með því að hrífa þá burt af starfsviði lífsins með skyndilegum dauða, en ráð- vöndum mönnum og guðhræddum umbuni guð með því að varðveita þá frá hvers konar ógæfu. I 7,2 hvetur höf. mennina til þess að hugsa um dauð- ann með sem mestri alvöru, því að hann bíði allra. — En í 5,17 og 9,7—10 eru þessar sömu hugleiðingar um vissu dauðans (sbr. 5,14 n. og 9,5 n.) notaðar til þess, að hvetja mennina til þess að eta og drekka og njóta fagn- aðar alla æfi, því að þegar dauðinn komi sé alt úti, og- hinir dauðu hljóti engin laun (9,4). I 11,9 a hvetur höf. æskumennina til þess að gefa sig á vald löngunum sinum og girndum. — en þegar í niður- lagi sömu málsgreinar (v. 9 b) minnir hann á, að guð leiði þá fyrir dóm fyrir alt þetta. Og enn dettur lesand- anum í hug: Er ekki þetta niðurlag málsgreinarinnar innskot frá síðari tímum? I 1,2—10 er því haldið fram, að órjúfanlegt náttúru- lögmál ráði atvikum lífsins, og fyrir því sé alt strit mann- anna árangurslaust (2,17.20; 3,9). Og þetta fyllir huga höfundarins örvæntingu. — En í 3,22 og 5,18.19 er ná- kvæmlega gagnstæðu haldið fram: að strit mannanna hafi oft góðan árangur og veiti sanna lífsgleði. Tvær gagnstæðar skoðanir á hjúskapnum virðast og koma fram í ritinu. í 7,26—28 segir höf. að konan sé beiskari en dauðinn, og þar sem finna megi þó e i n n ágætismann af þúsundi, þá muni ekki vera unt að finna eina slíka meðal þúsund kvenna. — En i 9,9 ráðleggur hann þetta: Njót þú lífsins með þeirri konu, sem þú elskar, því að það er hlutdeild þín og það, er þú fær fyrir strit þitt í lífinu. Enn fleira þessu líkt mætti til nefna, en þetta mun nægja. Og erfitt verður að halda því fram, eins og reynt

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.