Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 58

Skírnir - 01.01.1908, Side 58
* 38 Prékikarinn og bölsýni bans. En þótt fáir hafi farið jafnlangt og próf. Siegfried, kemur þó flestum fræðimönnum biblíurannsóknanna sam- Æin um það, að niðurlagsorð ritsins (kap. 12,9—14), eða meiri hluti þeirra, sé ekki eftir frumhöfundinn, svo og kap. 3,17 og 11,9 c. Þeir, sem allra skemst fara, vilja þó láta sér nægja, að telja kap. 12,1 a. 13. 14 innskot (og að líkindum kap. 3,17 og ll,9c.). En í þessu innskoti, eða viðbæti, standa þessi orð: »Ottastu guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gera. Því að guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verð- ur yfir öllu því, sem hulið er, hvort sem það er gott eða ilt« (12,13—14). Hér er aðalskoðun ritsins í raun og veru þverneitað; en þetta niðurlag setti það innsigli á ritið, að hæfilegt þótti að leiða það í kór meðal hinna helgu rita. Þó var lengi deilt um það af Gyðingum, hvort því skyldi heim- ilað þar sæti. Menn létu að vísu ekki uppi neinn efa um að ritið væri eftir Salómó, en þeir héldu, vegna mót- sagnanna, að hann hefði ekki verið guðinnblásinn, er hann ritaði þetta. Orðskviðina, er líka voru eignaðir Salómó, töldu menn guðinnblásna, en Prédikarinn gat naumast verið það. Yarhugaverð i meira lagi þóttu þau orð Prédikarans, er koma í beina mótsögn við ummæli sjálfs Davíðs. Ritsafn gamla sáttmálans var lengi að myndast, — margar aldir. Lengst var deilt um það, hvort Jobsbók og Prédikarinn skyldu tekin í safnið. Sú varð loks nið- urstaðan á fundinum í Jabne, er haldinn mun hafa verið árið 90 e. Kr. — en alllengi var það bannað meðal Gyð- inga, að unglingar væru látnir komast í Prédikarann. Allflestir biblíufræðingar siðari tíma eru sammála um það, að ritið sé eitt af yngstu ritum hins gamla sáttmála. Þeir álíta flestir að það sé ekki samið fyr en á hinu svo nefnda gríska tímabili í sögu Gyðinga. Það sýna meðal annars áhrifin frá grísku heimspekinni og þó einkum málið: grísku áhrifin á það og nýhebreskan. Prófessor Siegfried er og þeirrar skoðunar. Hann telur ritið samið

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.