Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 61

Skírnir - 01.01.1908, Side 61
61 Prédikarinn og bölsýni haus urinn á lífsskoðun Prédikarans og kenning Krists er eins mikill og rnunurinn á skammdegisrökkri vetrarins og lang- degissólskini sumarsins. Kristur reisir alla kenning sina á eilífðinni. Fyrir ljósið af hæðum fellur ný birta yfir hina jarðnesku tilveru. Hann bendir á, hve tnikils til of skammur jarðneskur mælikvarði sé til þess, að leggja á lífið og tilveruna. Réttlæti guðs birtist fyrst til fulls í eilífðinni. Og sá lærisveinn hans, er yfiðgefið hafði rétt- trúnað Faríseanna, til þess að veita kenning hans móttöku, segir, að þrengingar þessa lít's séu léttvægar í samanburði við þá dýrð, er við oss muni opinber verða í eilífðinni. Þessa þekking vantaði Prédikarann. En þótt þessi geysimunur sé á lífsskoðun Prédikarans og kenning Krists, þá er fjarlægðin milli þeirra ekki eins mikil og hún í fljótu bragði sýnist. Allir kannast við þessi orð í fjallræðunni: »Sælir eru andlega fátækir« og »sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæt- inu«. Hvorttveggja á heima um höfund Prédikarans. Og sennilegt tel eg, að hefði hann lifað samtímis Jesú og kom- ist í kynni við hann, mundi hann hafa orðið lærisveinn hans. Og vert er að muna það, að sú andlega stefnan, sem vitbætinn setti, til þess að nema burt hneysklanina og varpa rétttrúnaðarblæjunni yfir ritið, — sú stefnan lagði til aðalóvini Jesú: Faríseana, æðstu prestana og lög- vitringana, þá mennina, er komu Jesú í dauðann. Þeir fundu ekki til þess, að trú þeirra væri ófullkomin, og þoldu því engar umbætur. Þeir vildu heldur lifa í hálf- rökkrinu sínu, og vörpuðu því frá sér langdegissólinni, vildu ekki vermast og vaxa við geisla hennar. Og þegar vel er að gáð, er það bölsýni ekki svo hættulegt, senHaf því stafar, að sitja í skammdegisrökkr- inu, ef sá hinn sami þráir að eins sól og sumar. Hitt er lakara — og ef til vill ekki hættulaust — að halda sjálfur og telja öðrum trú um, að skammdegisrökkr- ið sé sólbjartur sumardagur. Haealduk Níelsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.