Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 62

Skírnir - 01.01.1908, Side 62
Upptök mannkynsins. (Niðurlag). XII. Tvent þari' til þess að líftegundirnar geti tekið ura- breytingura: hæfilegleika þeirra sjálfra til að breytast, — vér litum svo á að sá væri það, er vér nefndum »lagni« — og áhrif utan að, er stefna að því að gera breytingar. Nú segir jarðsagan frá mörgum viðburðum, er gætu mið- að í þessa átt. A loftslagi hafa t. a. m. orðið þær breyt- ingar, að sami staðurinn á hveli jarðar hefir ýmist verið vaxinn glæsilegum suðrænum gróðri, eða þá hulinn þús- und metra þykkum jökli. Eru dæmi þess hvergi betri en hér á landi. Umskiftin á loftslagi liafa ekki orðið snögg- lega, með byltingu, heldur smátt og smátt. Á einni manns- æfi liefði breytinganna sennilega ekki gætt, enda oft sótt í sama horfið áður snerist eindregið til öfga. Eigi að eins af jarðlögunum sjálfum, heldur einnig af landslagi, má fræðast um þessar breytingar; i öllu, sem sést, hafa einhverjir viðburðir skráð sögu sína; alt þýðir það eitthvað: fjöll og dalir, firðir, flóar og stöðuvötn, gil og grundir. Alt þetta, sem eg nefndi, er eins og skjala- safn, er má fá af vitneskju um hina merkilegu sögu jarð- arinnar, ef menn eru nógu vel læsir. Loftslagsbreytingarnar á pleistócenu öldinni* 1 2 3) hafa ’) Jarðaldirnar frá því fyrst finnast leifar af lifandi verum: 1. Fornaldir: Kambrium, Silúr, Devón, Karbón (Steinkolaöld), Perm. 2. Miðaldir: Trías, Júra, Krít. 3. Nýju aldir: Eócen, Oligócen, Miócen, Pliócen, Pleistócen (Holócen).

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.