Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 66

Skírnir - 01.01.1908, Page 66
66 Upptök mannkynsins. dýrum; nú óx þeim nýtt vopn og hið skæðasta: vitið. Heilinn í forfeðrum þeirra langt fram á öldum hafðí stækkað, er þeir tóku að lifa í trjám. Nú hljóp enn vöxtur i heilann, og hann ineiri, er forkyn mannanna varð að hverfa frá trjálífinu. Svipað þessu er það, að selirnir hafa — segir Winge — meiri heila og því sennilega betri skynsemi en nokkurt annað' rándýr. En selir eru af landdýrum komnir. Vegna breyt- inga á afstöðu lands og lagar urðu næstu forteður selanna á flæðiskeri staddir. Eina ráðið til að bjarga lífstofnin- um var að gerast lagardýr, og þetta tókst forkyni sel- anna, eins og forkyni mannanna að læra gang og hlaup, og skapast eftir því. Fyrstu selirnir (eg er hér í vand- ræðum að finna orð, því að þessi dýr voru eiginlega ekki selir) voru auðvitað illa færir í allan sjó móts við »eldri« lagar dýr, sem þeir ýmist urðu að forða sér undan, eða ná sér til viðurværis; það sem bjargaði svo að ætt þessara dýra lifir enn, var, að þeim bættist vit, að þeim gat bæzt vit. Þorskurinn er sunddýr eins og selurinn, miklu fullkomn- ara sunddýr; en hvílíkur munur á viti. Strútsfuglinn er gang- og hlaupdýr eins og maðurinn, miklu fullkomnara gangdýr; en vitsmunur talsverður. Það er enn eftirtektarverð líking með selum og mönn- um, að af öllum spendýrum eiga konur og urtur erfiðast með að fæða unga sína. Mjaðmargrindin hefir tekið óheppilegum breytingum við það, að mennirnir urðu upp- réttír, en selirnir sköpuðust eftir sundinu. Eftir smiðs- hugmyndinni er talsvert klaufabragð á þessu. En þarna mun vera ein af ástæðunum til þess, að líftegundir hafa orðið aldauða: breytingar á vaxtarlagí, sem voru heppi- legar í eina átt — eins og í dæmunum sem eg nefndi, til gangs, til sunds — geta í aðra átt verið skaðlegar, og jafnvel banvænar þegar á tegundina er litið. Á ýmsan hátt lýsa sér í líkamsgerð mannsins menjar einkenna fyrri forfeðra. Langmest ber nú á þessu um manninn, eins og öll önnur spendýr, meðan hann er að skapast í móðurlífi. Kveður þá svo ramt að þessum menj-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.