Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 67

Skírnir - 01.01.1908, Side 67
Upptök mannkynsins. 67 um, að Ernst Haeckel hefir dregið þar af lögmál eitt, sem mjög er frægt orðið: að fóstursagan sé eins og endurtekn- ing, stutt að visu og mörgu hleypt úr, á sköpunarsögu tegundarinnar. Rófan langa t. a. m. og loðnan á fóstri mannsins um eitt skeið, sé þá eins konar endurminning frá þeim tímum, er forfeður mannkynsins voru loðnir og rófu- langir. En jafnvel eftir að maðurinn er fullþroskaður gætir slíkra endurminninga, og kemur það stundum fram eins og líffærum sé ofaukið, eða einhver gerð á þeim umfram það sem haganlegast væri, en sumt er aftur fremur eins og vansmíðað. Meðal þess, sem Wiedersheim telur í fyrra flokkinum, eru t. a. m. lokur í láréttum blóðæðum, til að varna öfugstreymi í blóðrásinni. Voru slikar lokur mjög nauðsynlegar í framhöllum bol einhvers af forl'eðr- um mannsins, því að þar lágu æðar þessar upp og niður; síður virðist þörf á þeim í uppréttum mannsbol, enda dregur Wiedersheim dæmi saman til að sýna, að lokur þessar muni vera í þann veginn að hverfa. En af van- smíðum aftur á móti telja ýmsir það stafa, að manninum hættir miklu fremur við kviðsliti en ferfættum dýrum:. þrýstingur iðranna hefir breytt stefnu við það, að maður- inn réttist upp, en umbúnaðurinn til að varna bilun ekki styrkst að því skapi. Af líkri ástæðu er það, sem mönn- unum fremur hættir til hjartabilunar: það er meiri hjarta- raun að koma blóðinu uppeftir en frameftir, en hjartað ekki þeim mun sterkara. Enn eru ýmsir gallar á gerð mannslikamans, sem stafa af ofmikilli fastheldni við fornt sköpulag. Sumt er öllum áskapað, t. a. m. botnlanginn með þeirri háskalegu gerð, er svo mörgum hefir að bana orðið. Aðrar endur- minningar líkamans frá löngu horfnum forfeðrum eru t- a. m. fleiri en tvær geirvörtur, dýrsleg loðna um allan líkamann og rófa. Virðist þetta benda til þess að menn hafi í sér upphaflega mögulegleika til sköpulags allra for- feðra sinna; og er þetta mjög ihugunarvert, þó að ekki verði farið lengra út í þá sálma hér í þessari ritgerð. 5*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.