Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 70

Skírnir - 01.01.1908, Page 70
70 Upptök mannkynsins. hugmynd um aldur mannkynsins. Það er víst, að fyrir 10 miljónum ára voru engir menn til, líklegt að mann- kynið hafl verið að renna upp úr dýraríkinu fyrir 1—2 miljónum ára. Og er það að vísu langur tími. Líklega hafa brevtingarnar frá apa til manns ekki orðið eins smám saman eins og menn höfðu ímyndað sér eftir kenningum Lamarcks og Darwins; rannsóknir frá síðustu árum hafa svnt, að allmiklar breytingar á líftegundum geta orðið snögglega frá kynslóð til kynslóðar. Kemur það iíka betur heim við þær leifar af lifandi verum, sem menn finna í jarðlögum, og má líklega of mikið úr öllu gera, einnig því hversu mikið af slíkum leifum sé ennþá hulið þekkingu vorri eða hafi jafnvel með öllu tapast. Það virðist mega skilja, hvernig á þessum »stökkbreyt- ingum«þ stendur, af tregðu tegundarinnar til að breytast: likamsskapnaðurinn lætur ekki undan áhrifunum til að breytast t'yr en þau eru orðin svo sterk, að breytingin verður mikil þegar hún vinst. Er þetta nú raunar ekki nema brot úr skýringu. XVI. Ritgerð sem væri eitthvað í þá átt, sem hér er farið, ætti ekki illa við í upphafi mannkynssögubókar. Mætti hún verða til þess að vekja athygli nemandans eða les- andans á því, hversu afarstutt tímabil það, sem vana- lega er nefnt mannkynssaga, nær yfir. Jafnvel þó að vér förum aftur í fornöld Kínverja eða Egipta, eða annara Asíu fornþjóða, sem fyrstar urðu til menningar, þá erum vér ekki konmir aftur á síðustu ísöld þegar hæst stóð. En áður en hún hófst, var mannkvnið orðið gamalt. Og nú bregður undarlega við, er vér virðum fyrir oss þá út- sýn, sem jarðfræðin opnar oss yfir mannsöguna. Um leið og vér sjáum, hvað mannkynið er afarfornt eftir voru tímatali, þá opnast augu vor fyrir því, hvað það er barn- ‘) Orð þetta virðist heppilegt yfir mutation; er það tekið eftir heimspekisögu mag. Ag. Bjarnasonar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.