Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 71

Skírnir - 01.01.1908, Side 71
Upptök mannkynsins. 71 ungt. Vér sjáura, að mannkynið hefst ekki rétt skömmu eftir sköpun heimsins, 'eins og kent var i ýmsum trúar- brögðum. Það er eitt af yngstu börnum náttúrunnar. 0g þó er það miljón ára gamalt. Hversu fjarstætt finst. oss, er vér virðum þetta fyrir oss, alt tal um, að ellibragur sé farinn að færast yfir mannkynið, að vísindi og siðmenning öll hafi þróast langt úr hófi fram, að hætt sé við að of skynsamleg íhugun hlutanna kæfi allar góðar tilfinningar. Vér sjáum glögglega, að öll siðmenning', alt það sem vér nefnum framfarir, er rétt að byrja, og til skamms tíma hefði mátt líkja mannkyninu við barn sem skriður, en er ekki farið að ganga. Og væri þó ofsag-t með þeirri samlíkingu, því að tugum þúsundum ára saman hafa framfarirnar verið engar og sama sem engar. Án þekkingar á notkun eldsins getum vér tæpast hugsað oss nokkurt mannlegt líf; og þó er það víst, að langlengstan tíma af æfi mannkynsins hafa mennirnir ekki kunnað að nota sér eldinn. Þeir átu náunga sinn hráan og þótti hann líklega lostætari en önnur dýr, eins og sagt er um mannætur vorra tíma. ímyndunaraflið var of sljótt, tengiafl hugmyndanna minna en svo, að nokkrar framfarir gætu orðið. Því að þótt mönnum hætti mjög við að gleyma því nú á dög- um, þá mun það samt engu að síður vera satt, að allar framfarir er að rekja til einhverrar nýrrar hugsunar, til þess hæfileika, að geta hugsað öðru vísi en áður hefir verið hugsað, víðar og réttar. Það mætti nú ætla, að á svo sem miljón árum hefði mannkyninu lærst að telja þjóðargersemi eða réttara sagt mannkynsgersemi þá ekki mjög mörgu, sem þessari gáfu eru gæddir. Og viti menn, það hefir lærst að nokkru leyti. Edison og Marconi t. a. m. eru taldir mannkynsgersemi. Þessir menn hafa haft gæfu og framkvæmd til að hrista niður ávexti af skiln- jngstrjám, er jafningjar þeirra að hyggjuviti og stundum meir, höfðu gróðursett. En gleymdar eru oft slíkra gjafir. En hvað er Edison eða Marconi hjá Lamarck, og hvernig -var farið með hann, þennan mesta skiiningsfrömuð ein-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.