Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1908, Side 86

Skírnir - 01.01.1908, Side 86
86 Ritdómar. að velta hláturöldum á þá höfunda. Sjaldan er nema eitt fótmál frá því, sem alvöruþrungnast er, yfir í hlátursköllin. En þau sköll vekja ekki skilning þjóðarinnar á því, sem gáfumenn hennar eru að hugsa. Þeir, sem hafa ekki lesið Olöfu í Ási, hyggja sennilega, ef þeir taka nokkurt mark á ritdómunum í blöðunum, að bókin só ekkert annað en fáránlegt orðahröngl. Hér fer á eftir ofurlítið sýnishorn (frá 31. og 32. bls.), tekið af handahófi. Vér ætlumst til þess, að það kunni að verða einhverjum beuding um það, af hverri samvizkusemi og sanugirni þeir dómar hafa verið ritaðir: »Fos8 var í gljáfrinu og hellir á annan bóginn við iðuna, sem var undir fossinum. Þarna var afdrep fyrir hverju njósnarauga heiman frá brenum. Eg settist í helliaskútann, á stein, straum- sorfinn, sem þar var, og horfði í iðuna. Straumsveiflurnar og iðu- kastið töfruðu augu mín, einkum þegar miðnætursóiin skein á foss- inn, þennan dverghaga jötun, sem greip ljósgeislana og braut þá sundur. . . . »Mér fanst. stundum, þegar eg hafði setið þarna lengi — mór faust þá eins og eg heyra mannamál bak við sönginn, eins og lág- mæli hvíslandi vara. Mér heyrðist eg heyra til sjálfrar mi'n og hans, sem eg gat þá ekki slitið úr huga mínum. Fjarlægðirnar hurfu, fjarlægðir rúms og tíma. Hömlurnar urðu að engu. Við náðum þarna saman og nutumst. — Eg barnið, einstæðingurinn, föðurlaus, móðurlaus, sat þarna í höllintii minni og horfði á himneska liti, hlustaði á englasöng, sem amma mín hafði sagt mór frá. . . . »Stundum fór eg ekki út, þegar dagsverkum var lokið, heldur háttaði eg rakleiðis og breiddi yfir höfuð mór. En eg sofnaði sjaldan fljótt. Hugsanirnar streymdu í hug mór og flugu á víð og dreif, leiðslublandnar og hálfduldar, í móðublámann, sem leggur upp af vötnum lífsins, fjarlægum, en fagurbláum«. Þegar vér hugsum um Ó 1 ö f u í Á s i og höfund hennar og viðtökur þær, sem bók hans hefir fengið, þá er eins og brugðið só upp tveim hliðum á íslenzku menningarlífi. Oðrumegin er bláfátækur og heilsulítill bóndamaður að berjast um fyrir sér og sínum á koti norður undir Skjálfanda. í öllu stritinu og áhyggjunum og heilsuleysinu hefir hann ekki frið fyrir ýmsum örðugustu og viðkvæmustu vandamálum mannsandans. Og hann leggur á sig það stritið í hjáverkum, á kvöldum og nóttum, að fara skáldhöndum um þau efni, reyna að setja á þau eilífðar-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.