Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 1

Skírnir - 01.12.1908, Page 1
Gráfeldur. Eftir Jón Tkausta. Rétt fyrir hvítasunnu eitt vor vorum við þrír á ferð úr Grundarfirði, og vorum staddir í kaupstaðnum í B-firði. Yið ætluðum gangandi þaðan yfir fjallið heim til okkar aðfaranótt laugardagsins fyrir hvítasunnu. Við Grundfirðingarnir vorum þessir: Einar gamli póst- ur, Jónas Arnason og eg, og allir áttum við heima á Grá- feldseyri. I B-firði slóst fjórði maðurinn í förina. Hann hét Baldvin og var trésmiður. Hann hafði komið á gufuskipi þangað og mæltist til þess að fá að verða okkur samferða yfir fjallið. Þetta kom okkur því kynlegar fyrir, sem Grundfirð- ingar voru þar einnig á báti og ætluðu heim fyrir hátið- ina. Baldvin kom koffortunum sínum á bátinn, en vildi ekkert annað en ganga yfir fjallið. Hitt kom okkur sízt til hugar að meina manninum að verða okkur samferða. Um háttatíma á föstudagskvöldið ætluðum við að leggja á stað. Þá var búið að loka búðum fyrir löngu. Við Einar gamli vorum alveg tilbúnir. Baldvin kvaðst líka vera tilbúinn. Hann hélt til í húsi hjá ekkju, sem við könnuðumst við, og bað okkur að vitja sín þangað. En Jónas vantaði. 19

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.