Skírnir - 01.12.1908, Page 2
290
Gráfeldur.
Og það var óvanalegt, að Jónas léti standa á sér..
Einar gamli var farinn að blóta sárt — eða »syndga«r
eins og hann nefndi það. — Eg vissi hvar Jónas var og
hvað tafði hann. En eg mátti ekki geta um það.
Við biðum og biðum, skulfum af kuldahrolli og vor-
um óþolinmóðir. Loksins kom Jónas. Þá var að vitja
Baldvins. Hann var tilbúinn. Svo var lagt á stað.
Það var logn, en sudda-þoka byrgði fjöllin alveg
ofan undir bygð. Allir steinar gljáðu af bleytu. Allir
lækir ultu fram kol-mórauðir.
Leiðin, sem við ætluðum að fara, heitir Finnudals-
vegur. Það er styzta leið tii Gráfeldseyrar. Eiginlega er
það ekki skarð. B-fjarðar megin er langur aðdragandi að
fjallinu, en Grundarfjarðar-megin er farið ofan í hömrum
girtan dalbotn á bak við hnúkinn Gráfeld. Þar liggur
sneiðingur ofan hamraflugin og lieitir Finnukleif, en dal-
urinn Finnudalur. Finnukleif er illfær vegur og mjög
hættlegur; en af því að miklu munar á vegalengd er hún
mjög tíðfarin. Flestir, sem farist hafa á fjallinu, hafa
einmitt farist þar. Þeir hafa hrapað úr kleifinni ofan
fyrir hamrana.
Fyrst lá leið okkur út með B-firði. Þá var þokan
svo dimm, að varla sá milli landa á fírðinum, og er hann
þó ekki nema hluti úr mílu. Miklar, leirroknar hjarn-
fannir teygðust eins og tungur úr fjöllunum ofan undir
sjó. Þokan byrgði efri hluta þeirra; en undan tungu-
broddunum beljuðu lækir, sem við urðum að vaða. Sumir
voru alt að því í mitti.
Við vorum allir fremur léttfærir. Allri þungri vöru.
höfðum við komið á bátinn. Þó höfðum við Grundfirð-
ingarnir ofurlítið að bera, en Baldvin alls ekkert.
Lengi gengum við hljóðir hver á eftir öðrum eftir
götuslóða, sem lá út með firðinum. Suddinn úr þokunni
gerði okkur hélugráa utan og sinátt og smátt gagndrepa.-
Nóttin var orðin björt fyrir löngu; þó var skuggsýnt,.
vegna þokunnar. Drungablær var á öllu — okkur sjálf-
um líka.