Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1908, Qupperneq 2

Skírnir - 01.12.1908, Qupperneq 2
290 Gráfeldur. Og það var óvanalegt, að Jónas léti standa á sér.. Einar gamli var farinn að blóta sárt — eða »syndga«r eins og hann nefndi það. — Eg vissi hvar Jónas var og hvað tafði hann. En eg mátti ekki geta um það. Við biðum og biðum, skulfum af kuldahrolli og vor- um óþolinmóðir. Loksins kom Jónas. Þá var að vitja Baldvins. Hann var tilbúinn. Svo var lagt á stað. Það var logn, en sudda-þoka byrgði fjöllin alveg ofan undir bygð. Allir steinar gljáðu af bleytu. Allir lækir ultu fram kol-mórauðir. Leiðin, sem við ætluðum að fara, heitir Finnudals- vegur. Það er styzta leið tii Gráfeldseyrar. Eiginlega er það ekki skarð. B-fjarðar megin er langur aðdragandi að fjallinu, en Grundarfjarðar-megin er farið ofan í hömrum girtan dalbotn á bak við hnúkinn Gráfeld. Þar liggur sneiðingur ofan hamraflugin og lieitir Finnukleif, en dal- urinn Finnudalur. Finnukleif er illfær vegur og mjög hættlegur; en af því að miklu munar á vegalengd er hún mjög tíðfarin. Flestir, sem farist hafa á fjallinu, hafa einmitt farist þar. Þeir hafa hrapað úr kleifinni ofan fyrir hamrana. Fyrst lá leið okkur út með B-firði. Þá var þokan svo dimm, að varla sá milli landa á fírðinum, og er hann þó ekki nema hluti úr mílu. Miklar, leirroknar hjarn- fannir teygðust eins og tungur úr fjöllunum ofan undir sjó. Þokan byrgði efri hluta þeirra; en undan tungu- broddunum beljuðu lækir, sem við urðum að vaða. Sumir voru alt að því í mitti. Við vorum allir fremur léttfærir. Allri þungri vöru. höfðum við komið á bátinn. Þó höfðum við Grundfirð- ingarnir ofurlítið að bera, en Baldvin alls ekkert. Lengi gengum við hljóðir hver á eftir öðrum eftir götuslóða, sem lá út með firðinum. Suddinn úr þokunni gerði okkur hélugráa utan og sinátt og smátt gagndrepa.- Nóttin var orðin björt fyrir löngu; þó var skuggsýnt,. vegna þokunnar. Drungablær var á öllu — okkur sjálf- um líka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.