Skírnir - 01.12.1908, Page 3
Grráfeldur.
291
Á einum stað þar sern við settumst niður til þess að
blása mæðinni, spurði Baldvin upp úr eins manns hljóði
og eins og út í loftið:
— Hvernig var Kleifin, þegar þið komuð yfir fjallið ?
Einar gamli varð fyrir svörunum:
— Bölvuð -------! Hún var bölvuð, lagsmaður, —
eins og hún er vön að vera. Það var gler-harka í henni,
hel. . . inu því arna.
— Svo-o!
Einar sagði satt, þótt Baldvin tryði honum varla.
Það voraði seint og enn var lítið farið að taka úr fjöll-
unum. Hamrabeltin Grundarfjarðarmegin í fjallinu voru
að vísu orðin auð; enda voru þau móti sól. En enn þá.
lágu svell í Finnukleif.
— Og þú ert broddalaus, maður! bætti Einar við og
virti Baldvin fyrir sér frá hvirfli til ilja, eins og hann
efaðist um, að hann væri með öllum mjalla.
Við Jónas tókum eftir því, að Baldvin þyktist við það,
að Einar gamli þ ú a ð i hann. Hann þóttist ekki vera
okkar jafningi — enda lítið kunnugur okkur. En Einar
gamli þúaði alla.
— Og staflaus líka, sagði Baldvin hæðnislega og rétti
fram kollótt prik, sem hann hafði i hendinni.
Einari gamla varð orðfall.
— Guð hjálpi þér, aumingja maður. Þú veizt ekki
hvað það er, að fara hérna yfir fjöllin, — var það eina,
sem hann gat stunið upp.
Baldvin hló kuldalega.
Þó var það auðséð á honum, að hann fór að hugsa
um, hvernig þetta mundi enda. Hann leit út undan sér
til stafanna, sem við höfðum. Þeir voru sterklegir, með
stórum, beittum broddum, og mannbroddarnir bundnir
utan um stengurnar fyrir ofan hendurnar. Hann vissi,
að við þektum fjöllin, og þó fanst okkur svo mikils við
þurfa. Hann vildi ekki láta bera á því — en hann var
samt að bera þetta saman við prikið sitt.
19*