Skírnir - 01.12.1908, Page 4
292
(iráfeldur.
— Jæja, við reynum að hjálpa þér ofan Kleifina —
hvernig sem við förum að því. Við höfum þurft á þvi
að halda áður. — Er þér svimag-jarnt?
— Nei — fari það kvolað.
— Og kantu að ganga á annara manna fótum?
Baldvin rak upp stór augu, en við Jónas fórum að
skelli-hlæja.
Einar gamli fór að skýra þetta fyrir honum. Þegar
þrír voru á ferð í hálku og bratta og einn var brodda-
laus, þá létu hinir tveir hann standa á ristunum á sér
og leiddu hann svo á milli sín. Kunnáttan var í því
fólgin, að bera svo til fæturna, að hinum yrði það sem
minst til hindrunar. A þennan hátt hafði broddalausum
mönnum oft orðið komið ofan úr Finnukleif, þótt svell
væri í henni.
Þetta samtal vakti okkur til ofurlítillar glaðværðar.
Baldvin tók þátt í henni, en var þó eins og utan við sig.
Eg er viss um, að hann hefir dauð langað til þess að snúa
aftur, en fundist það lítilmannlegt.
Það glæddi heldur glaðværðina, þegar við Einar gamli
fórum að kenna Baldvin að »ganga á annara manna fót-
um« á fyrstu fönn, sem fyrir okkur varð.
Jónas gekk á eftir okkur og skemti sér dátt við það,
að horfa á baksvipinn á okkur og göngulagið.
Skömmu síðar beygðum við upp frá fjarðarströndinni
— upp í þokuna.
Eg kemst ekki hjá því að lýsa samferðamönnunum
lítið eitt nánar.
Einar gamla póst þekti hvert mannsbarn þar i fjörð-
unum. Það var gráhærður ferða-öldungur, gæðamaður
og meinleysingi. Hann var ætíð á ferð yfir fjöllin, sýknt
og heilagt, oftast gangandi. Því að auk póstferðanna var
hann sendimaður allra, sem þurftu á honum að halda.
Baldvin var undarlegur flökkufugl. Hann átti hvergi
heima og tímum saman vissi enginn, hvar hann var niður