Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1908, Qupperneq 4

Skírnir - 01.12.1908, Qupperneq 4
292 (iráfeldur. — Jæja, við reynum að hjálpa þér ofan Kleifina — hvernig sem við förum að því. Við höfum þurft á þvi að halda áður. — Er þér svimag-jarnt? — Nei — fari það kvolað. — Og kantu að ganga á annara manna fótum? Baldvin rak upp stór augu, en við Jónas fórum að skelli-hlæja. Einar gamli fór að skýra þetta fyrir honum. Þegar þrír voru á ferð í hálku og bratta og einn var brodda- laus, þá létu hinir tveir hann standa á ristunum á sér og leiddu hann svo á milli sín. Kunnáttan var í því fólgin, að bera svo til fæturna, að hinum yrði það sem minst til hindrunar. A þennan hátt hafði broddalausum mönnum oft orðið komið ofan úr Finnukleif, þótt svell væri í henni. Þetta samtal vakti okkur til ofurlítillar glaðværðar. Baldvin tók þátt í henni, en var þó eins og utan við sig. Eg er viss um, að hann hefir dauð langað til þess að snúa aftur, en fundist það lítilmannlegt. Það glæddi heldur glaðværðina, þegar við Einar gamli fórum að kenna Baldvin að »ganga á annara manna fót- um« á fyrstu fönn, sem fyrir okkur varð. Jónas gekk á eftir okkur og skemti sér dátt við það, að horfa á baksvipinn á okkur og göngulagið. Skömmu síðar beygðum við upp frá fjarðarströndinni — upp í þokuna. Eg kemst ekki hjá því að lýsa samferðamönnunum lítið eitt nánar. Einar gamla póst þekti hvert mannsbarn þar i fjörð- unum. Það var gráhærður ferða-öldungur, gæðamaður og meinleysingi. Hann var ætíð á ferð yfir fjöllin, sýknt og heilagt, oftast gangandi. Því að auk póstferðanna var hann sendimaður allra, sem þurftu á honum að halda. Baldvin var undarlegur flökkufugl. Hann átti hvergi heima og tímum saman vissi enginn, hvar hann var niður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.