Skírnir - 01.12.1908, Side 8
296
Grráfeldur.
hjarnfönnum. Sorti í þokunni að baki okkar benti á, hvar
fjörðurinn lá.
Leiðin lá upp marga bratta hjalla, en á milli þeirra
voru snjóþaktir fláar. Gamlir harðsporar á fönnunum
sýndu stefnuna. Klettarnir í hjallabrúnunum voru það
eina, sem stóð upp úr snjónum. Þegar við nálguðumst
þá í þokunni, var eins og stórar, svartar skepnur keemu
á móti okkur.
Færðin var hálf-ill. Þess vegna tókum við upp þann
hátt, sem algengur er á ferðum yfir fjöllin þegar ófærð
er, að við gengum á undan til skiftis. Hinir, sem á eftir
gengu, notuðu þá slóðina.
Fyrsta áfangann gekk Einar gamii á undan og Jiald-
vin næstur honum. Við Jónas hægðum á okkur og dróg-
umst ofurlítið aftur úr. — Það var hálf-skoplegt að sjá á
eftir þeim. Einar var lágur vexti og stuttstígur, en trítl-
aði áfram ótt og títt; Baldvin langur, klæddur næstum
skósíðri regnkápu -— flík, sem við hinir höfðum ekki
mikið af að segja — og hefði helzt viljað stíga yfir
annað hvert spor Einars. En það skoplegasta af öilu var
að sjá, hve ólundarlegur hann var á baksvipinn, einkum
eftir að þeir voru orðnir einir, hann og Einar. Hanrt
þóttist vansæmdur af föruneytinu.
Það lá óvenju-vel á Jónasi. Anægjan skein út úr
andlitinu á honum. Eg sá það vel, að hann bjó yfir ein-
hverju, sem hann vildi segja við mig. Við vorum því
samtaka í því, að hægja á okkur enn meira. Þegar við
vorum orðnir svo langt á eftir, að hinir gátu ekki heyrt
tii okkar, mælti hann:
— Nú kemur fyrsta kvæðið mitt á prent i dag.
— Eg óska til hamingju! — Er það »Gráfeldur«?
— Já, það er »Gráfeldur«. Hann á að koma út í
»Mjölni«.
»Mjölnir« var blað Grundfirðinga, gefið út á Gráfelds-
eyri.
— Er langt síðan þú sýndir ritstjóranum hann?
— Nei — nokkrir dagar.