Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 13

Skírnir - 01.12.1908, Page 13
Gráfeldur. 301 ógætnisorð getur hleypt í bál og brand. Þess vegna er hættuminst að þegja. Þetta hvítgráa myrkur umhverfis okkur hafði líka einhver sljóvandi áhrif á okkur alla, gerði okkur við- kvæma og eins og hálf-hrædda og hikandi. Ekkert veður er jafn-þreytandi eins og þokan. Rétt á eftir fengum við annað til að hugsa um. Á meðan við þögðum, heyrðum við undarlega suðu út í þokunni, eins og rokkur væri þeyttur. — Hvað er þetta? spurði eg. — Þei-þei — sagði Einar gamli lágt og bandaði með hendinni. Við héldum niðri í okkur andanum og hlustuðum. Rokkþyturinn heyrðist aftur og var nú skýrari en áður. Þó gátum við ekki heyrt úr hvaða átt hann kom. Líkast var því, að þetta kæmi úr öllum átturn í einu. Svo þagnaði það í einni svipan. Byrjaði aftur, heyrð- ist litla stund og þagnaði svo að fullu. — 0, fari hún bölvuð! sagði Einar gamli og varpaði mæðilega öndinni. — Hver þá? — H ú n er þá á ferðinni núna. — Hver þá? Við lögðum að Einari að segja okkur, hvað hann ætti við. Hann var tregur, en lét þó til leiðast. En það var auðséð, að þetta hafði mikil áhrif á hann. — Það er sagt, mælti hann, að hér hafi einu sinni kvenmaður orðið úti með rokk á bakinu. jHún kvað stundum vera hér á sveimi með rokkinn sinn, og þeytir hann hart. Sumir þykjast jafnvel hafa séð hana. — En æfinlega, þegar hún gerir vart við sig, er einhver feigur i förinni. Það varð dauðaþögn. — Eg hefi einu sinni heyrt til hennar áður. Það var í dimmviðri eins og núna. — Og bar þá nokkuð til tíðinda? spurði eg.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.