Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1908, Síða 13

Skírnir - 01.12.1908, Síða 13
Gráfeldur. 301 ógætnisorð getur hleypt í bál og brand. Þess vegna er hættuminst að þegja. Þetta hvítgráa myrkur umhverfis okkur hafði líka einhver sljóvandi áhrif á okkur alla, gerði okkur við- kvæma og eins og hálf-hrædda og hikandi. Ekkert veður er jafn-þreytandi eins og þokan. Rétt á eftir fengum við annað til að hugsa um. Á meðan við þögðum, heyrðum við undarlega suðu út í þokunni, eins og rokkur væri þeyttur. — Hvað er þetta? spurði eg. — Þei-þei — sagði Einar gamli lágt og bandaði með hendinni. Við héldum niðri í okkur andanum og hlustuðum. Rokkþyturinn heyrðist aftur og var nú skýrari en áður. Þó gátum við ekki heyrt úr hvaða átt hann kom. Líkast var því, að þetta kæmi úr öllum átturn í einu. Svo þagnaði það í einni svipan. Byrjaði aftur, heyrð- ist litla stund og þagnaði svo að fullu. — 0, fari hún bölvuð! sagði Einar gamli og varpaði mæðilega öndinni. — Hver þá? — H ú n er þá á ferðinni núna. — Hver þá? Við lögðum að Einari að segja okkur, hvað hann ætti við. Hann var tregur, en lét þó til leiðast. En það var auðséð, að þetta hafði mikil áhrif á hann. — Það er sagt, mælti hann, að hér hafi einu sinni kvenmaður orðið úti með rokk á bakinu. jHún kvað stundum vera hér á sveimi með rokkinn sinn, og þeytir hann hart. Sumir þykjast jafnvel hafa séð hana. — En æfinlega, þegar hún gerir vart við sig, er einhver feigur i förinni. Það varð dauðaþögn. — Eg hefi einu sinni heyrt til hennar áður. Það var í dimmviðri eins og núna. — Og bar þá nokkuð til tíðinda? spurði eg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.