Skírnir - 01.12.1908, Síða 15
Gráfeldur.
303
hann fengi taugateygjur. Að minsta kosti mundi hann ekki
geta soflð. — Eg ásetti mér að skilja ekki við hann í
sliknm raunum, vaka yflr honum og vera hjá honum,
passa. hann eins og barn og reyna að hughreysta hann.
En eg k v e i ð fyrir því.
Á næstu hjallabrún fleygði Jónas sér niður. Hann
var fölur í framan og þungbúinn, en sagði ekkert.
— Er þér ilt, Jónas?
Hann svaraði dræmt:
— Já, hálf-ilt í höfðinu.
Af þeirri þekkingu, sem eg liafði af Jónasi, þóttist
eg vita, að honum væri meira en »hálf-ilt», fyrst hann
kvartaði.
Þegar hinir náðu okkur, sagði eg þeim frá því, að
Jónas væri orðinn veikur. Hann bar ekki á móti því og
okkur leizt öllum svo á hann, að hann h 1 y t i að vera
veikur.
Nú var farið að ráðgast um, hvað gera skyldi. Það
var óráðlegt að leggja á fjallið með veikan mann, en
enn þá skamt ofan í B-fjörð.
Okkur kom því saman um það, að bezt væri að Jónas
sneri aftur og reyndi að ná í bátinn. Hann hlaut að sjá
til hans út með ströndinni og geta kallað til hans — ef
hann yrði þá lagður á stað.
Svo var þetta borið undir Jónas.
Það furðaði mig þ á, hve fyrirhafnarlítið hann félst
á það. Eg bauðst til að fylgja honum, en nærri því var
ekki komandi. *
Svo stóð hann upp hægt og seint, strauk ennið,
kvaddi okkur og lagði á stað ofan eftir.
En þegar hann var kominn fáein skref frá okkur
kallaði Baldvin til hans:
— Góði Jónas — lánið þér mér staflnn yðar og
broddana!
Eg get ekki gleymt fyrirlitningarsvipnum á Jónasi,
þegar hann sneri aftur og rétti Baldvin stafinn og brodd-
ana, en tók við prikinu hans í staðinn.