Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 16

Skírnir - 01.12.1908, Page 16
304 Gráfeldur. Svo hvarf hann út í þokuna — en við héldum áfram. Fögur eru fjöllin. Fögur þykja þau farmönnum, þegar þau gnæfa »geisl- um merluð« upp úr hafþokunni og lýsa leið til stranda. Fögur eru þau heiman úr hcraði, þegar þau skifta blæ og bláma eftir því sem eyktir líða, og sýna mönnum hvað 8Ó1 er gengin. Fögur eru þau i fyrstu snjóum, þegar þau standa í öklasíðum »hvítaváðum«, eins og ný-skírðir víkingar. ■— Og fögur eru þau í fyrstu leysingum, þegar mjallstakkur- inn rifnar utan af þeim og þau birtast aftur, heiðblá og forneskjuleg. — — En fegurst og kærust eru þau öllum þeím, sem alist hafa upp við rætur þeirra. Hvert gil, hver hnúkur, hvert hamrabelti, hver skuggi og dráttur í hinum mikla svip, brennir sig fastan í meðvitund þeirra og máist þar aldrei. Óttaslegnir horfa þeir á þau, meðan þeir eru á barns- aldri. Þeim ógnar hrikasvipurinn. En þeir læra snemma að horfa hátt og hugsa hátt. Fjallið þeirra stendur þeim ögrandi fyrir augum með erfiðleika, sem sýnast óvinnandi. En smátt og smátt vaxa þeir yfir ófærurnar. Mikil er gleðin, þegar þeir komast upp á lægsta hamrahjallann. Ari seinna komast þeir upp á þann næsta þar fyrir ofan. Hugrekkið vex með hverjum nýjum sigri. Óttinn minkar, en að sama sh.api verður þeim fjallið hjartfólgnara. Loks hafa þeir ekki ró í beinum sínum, fyr en þeir komast upp á tindinn. Margir ná tindinum — áður en þeir vaxa frá æsku- þrá sinni og hugsjónum, eða trénast upp í brauðstritinu. En þau áhrif! Þau eru ógleymanleg. Alt það, sem þeir höfðu hugsað sér, að fyrir þá mundi bera þar uppi, verður fánýtt í samanburði við það sem b e r fyrir þá.T Aldrei höfðu þeir haft grun um slíkt víð-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.