Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1908, Síða 16

Skírnir - 01.12.1908, Síða 16
304 Gráfeldur. Svo hvarf hann út í þokuna — en við héldum áfram. Fögur eru fjöllin. Fögur þykja þau farmönnum, þegar þau gnæfa »geisl- um merluð« upp úr hafþokunni og lýsa leið til stranda. Fögur eru þau heiman úr hcraði, þegar þau skifta blæ og bláma eftir því sem eyktir líða, og sýna mönnum hvað 8Ó1 er gengin. Fögur eru þau i fyrstu snjóum, þegar þau standa í öklasíðum »hvítaváðum«, eins og ný-skírðir víkingar. ■— Og fögur eru þau í fyrstu leysingum, þegar mjallstakkur- inn rifnar utan af þeim og þau birtast aftur, heiðblá og forneskjuleg. — — En fegurst og kærust eru þau öllum þeím, sem alist hafa upp við rætur þeirra. Hvert gil, hver hnúkur, hvert hamrabelti, hver skuggi og dráttur í hinum mikla svip, brennir sig fastan í meðvitund þeirra og máist þar aldrei. Óttaslegnir horfa þeir á þau, meðan þeir eru á barns- aldri. Þeim ógnar hrikasvipurinn. En þeir læra snemma að horfa hátt og hugsa hátt. Fjallið þeirra stendur þeim ögrandi fyrir augum með erfiðleika, sem sýnast óvinnandi. En smátt og smátt vaxa þeir yfir ófærurnar. Mikil er gleðin, þegar þeir komast upp á lægsta hamrahjallann. Ari seinna komast þeir upp á þann næsta þar fyrir ofan. Hugrekkið vex með hverjum nýjum sigri. Óttinn minkar, en að sama sh.api verður þeim fjallið hjartfólgnara. Loks hafa þeir ekki ró í beinum sínum, fyr en þeir komast upp á tindinn. Margir ná tindinum — áður en þeir vaxa frá æsku- þrá sinni og hugsjónum, eða trénast upp í brauðstritinu. En þau áhrif! Þau eru ógleymanleg. Alt það, sem þeir höfðu hugsað sér, að fyrir þá mundi bera þar uppi, verður fánýtt í samanburði við það sem b e r fyrir þá.T Aldrei höfðu þeir haft grun um slíkt víð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.