Skírnir - 01.12.1908, Page 19
Gráfeldur.
307
Menn komu yflr fjallið um kvöldið. Þeir vissu ekk-
ert um Jónas heldur.
Hátíðin leið og Jónas kom ekki.
Þá sendi konsúllinn yfir fjallið til þess að spyrja um
hann. Það varð árangurslaust. Jónas hafði hvergi komið
til bæja í B firði.
Mönnum var safnað til að leita að honum.
Við Einar gamli póstur vorum báðir í leitinni. Eg
stakk þá upp á því við Einar, að við skyldum ganga
upp að Gráfeldi. Þá voru farnar að vakna hjá mér grun-
semdir. Við urðum hvort sem var að leita jafnt ólíklega
sem líklega.
Við gerðum þetta.
Þegar við komum upp á hólahjallana fyrir ofan Eyr-
ina og fjallið blasti alt við okkur, tókum við eftir ein-
kennilegum rákum ofan fönnina á einum stað, sem þ6
enduðu á henni miðri.
Þessar rákir gátu varla verið eftir grjóthrun.
Þangað fórum við. Þar fundum við Jónas í urðínní
fyrir neðan fönnina. Gat var á höfðinu, en likið annars
lítið skaddað. —
Það var eins og sagan væri skrifuð á fönnina.
Hann hafði komist heilu og höldnu ofan alla hamr-
ana. En fönnin neðan undir þeim var hörð og snarbrött.
Þá vantaði hann bæði staf og brodda til þess að komast
hana ofan.
Hann hafði þá tekið það ráð, sem algengt er þar á
ferðum um fjöllin. Prikið hafði hann sett í handarkrika
sinn, lagst á það með líkamsþunganum og látið það rista
snjóinn. Jafnframt hafði hann veitt viðnám með hælun-
um eftir megni. Þannig hafði hann rent sér á stað ofan
fönnina.
Af þessu komu rákirnar á fönninni.
En á miðri fönninni hafði hvöss stein-nybba, sem
stóð upp úr snjónum, orðið fyrir honum. Hún hafði
krækst í aðra buxnaskálmina og svift henni sundur.
20*