Skírnir - 01.12.1908, Síða 20
308
Gráfeldur.
Við þetta hafði hann mist jafnvægið og steypst á
höfuðið. — —
Hefði þetta ferðalag tekist, þá hefði Jónas líklega
komist góðri stundu á undan okkur ofan á Gráfeldseyri.
Nú lá hann þarna. En Gráfeldur stóð yfir honum
sem þögult vitni, er ekki varð á móti mælt. Hann var
jafn-tígulegur og svipmikill þótt hann játaði sig nú yfir-
unninn. Hin brostnu augu störðu upp á hann og Jónas
hafði dáið með hros á vörum.
Eg mintist niðurlagsins á kvæði hans um Gráfeld,
þar sem hann bað vættir hans að gefa sér það, sem þær
sæju honum fyrir beztu.
Höfðu þær heyrt bænina?
Eg vissi, frá hve beiskum vonbrigðum hann var nú
leystur. — -— Og hver veit hve mörg önnur vonbrigði
af líku tægi hefðu mætt honum síðar í lífinu? Menn með
hans lundarfari mæta tíðum vonbrigðum og þola þau illa.
Á meðan eg var að hugsa um þetta, horfði eg framan
í líkið, þangað til eg sá ekkert fyrir tárum.
-----Hinir leitarmennirnir fundu slóð Jónasar uppi
á eggjunum og röktu hana fram á hæstu brúnina á Grá-
feldi.
Nú snerist athygli alls fjarðarins að Jónasi. Það,
sem hann gat ekki áunnið sér í lífinu, hafði hann nú
hlotið með dauðanum.
»Mjölnir« mintist hans hlýlega. Hann kvað meiri
mannskaða að þessum 'pilti en flestir hygðu, því eflaust
hefði margt leynst í honum, sem ekki hefði fengið að
njóta sín. Eyrir skömmu hefði hann komið til sín með
kvæði. Það hefði verið barnalegt að vísu, en þó lýst
nokkurri eðlisgáfu. Svo tók hann upp síðasta erindið af
kvæðinu.
Nú var eins og augun opnuðust á öllum. Nú var
eins og þeir fyndu til þess, að i raun og veru hefði þeim
verið v e 1 við Jónas. Nú vildi enginn kannast við það,