Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 25

Skírnir - 01.12.1908, Side 25
Ofát. 313 ómenska, að geta ekki drukkið að minsta kosti tvo stóra boila af kaffi og bragðað á öllum kökutegundum, sem á borð eru bornar. Og þó veit margur, sem þiggur i bollann aftur, að honum er óholt að drekka meira. Húsmæðurnar eiga ekki sjaldan sök á því, að gestir þeirra borða langtum meira en þeim verður gott af. Þær ota réttunum að aðkomumönnum og mælast til þess með mestu blíðulátum, að þeir éti yfir sig. Þetta er þjóðar- ósiður jafn-algengur hér og í Danmörku, að líkindum æfar gamall, og hans vegna heíir margur ósvinnur maður etið sér aldurtrega, líkt og stendur í Hávamálum. Það sakar ekki sem betur fer, þó að menn stöku sinnum við hátíðleg tækifæri borði meira en góðu hófi gegnir; líkaminn jafnar sig fljótt aftur, ef hófs er gætt að staðaldri. Svo var t. d. um ýmsa mikla matmenn i gamla daga, líka Þorstein gogg. Það voru oft flækingar, sem sultu marga daga á milli, enda voru þeir oft og einatt hinir hraustustu að heilsufari. En öðru máli er að gegna, þegar mataróhófið endurtekst dag eftir dag; þá veldur það alls konar lasleika og veiklun. Maðurinn er lang- óhófsamasta skepna jarðarinnar, segir einn þýzkur spek- ingur, og munu víst margir skrifa undir það. Fornmenn munu hafa komið auga á hið sama, þvi að skrifað' stendur: Hjarðir þat vitu, nær heim skulu ok ganga þá af grasi. En ósvinnr maðr kann ævagi sins of mál maga. Sagan er margbúin að sýna það, að eftir því sem mentunin eykst og velmegun vex hjá þjóðunum, eftir því aukast allar þarfir; og þegar velmegunin er orðin svo' mikil, að þær þurfa lítið að hafa fyrir lífinu, leggjast þær L sællífi; og sællífið steypir þeim i glötun. Einn aðalþátturinn t

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.