Skírnir - 01.12.1908, Page 29
’Ofát.
817
■vanalega drepast í magasýrunni í hraustum maga; en það er
öðru nær en svo sé, þegar maginn er orðinn þannig á sig
kominn. Maturinn, sem dvelur tímunum saman í maganum,
úldnar fyrir áhrif bakteríanna. Það kemur ólga í hann,
ýms loftefni myndast, sem leita upp og framleiða ropa,
og roparnir verða mjög daunillir (fýluropar), ef mikil
brögð eru að bakteríunum. Komi daglega fyrir að mat-
urinn úldni þannig í maganum, verður slímhúðin fyrir
skemdum, kirtlarnir og vöðvarnir veikjast, líkaminn fær
ekki þá næringu, sem hann þarfnast; en af því leiðir, að
maður megrast og verður gugginn útlits. — Yeikindi í
maganum draga margan dilk á eftir sér, ef þau ná nokk-
urri rótfestu um lengri tíma. Eins og eðlilegt er, breiðist
veikin úr maganum niður í garnirnar, frá görnum til
nýrnanna, lifrarinnar og út í blóðið. Þeir sjúkdómar eru
óteljandi, sem rekja má til óreglu í meltingarfærunum,
sem aftur stafar af ofáti.
Maginn i fullorðnum, heilbrigðum manni rúmar vana-
lega 2—3 potta; en magi þeirra, sem daglega kýla vömb
sína langt fram úr hófi, verður mörgum sinnum stærri —-
alt að 4—5 sinnum stærri. I stað þess að ná að eins
lítið eitt niður fyrir bringspalirnar vinstra megin, nær
magi þessara vambmiklu manna góðan spöl niður fyrir
nafla. Hér á landi þekkjast ekki aðrir eins kúluvambar
og sjá má erlendis, enda er líka annað eins ofát og þar
tíðkast óþekt hér um slóðir.
Margir eru nú hins vegar svo magahraustir, að þeir
þola að éta langt fram yfir það, sem öðrum er unt, og
magi þeirra tekur ekki þeim breytingum, sem eggatum;
en þá kemur það vanalega niður á öðrum meltingarfær-
um eða líffærum annarstaðar í iíkamanum, ekki sizt
blóðinu.
Þegar líkaminn fær að staðaldri meiri fæðu en hann
hefir þörf á, verður hún eingöngu til trafala, öldungis
eins og ef of miklum eldivið er troðið í ofn; eldurinn
kafnar eða ofninn óhreinkast svo af sóti og illa brunnu
■eldsneyti, að bruninn getur ekki lengur haldist eðlilegur.
Blóðið ofhleðst af næringu og það verður líkamanum of-