Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 30

Skírnir - 01.12.1908, Page 30
318 Ofát. raun að losna við það, sem honum er óþarft og óholt. Af þessu kemur gigtveiki, nýrnaveiki, lifrarveiki o. m. fi. Nú munu margir segja, að þeir borði ekki of mikið, þeir borði ekki meira en eðlileg matarlyst hvetji þá til, og þá sé boði náttúrunnar nógu rækilega fylgt. En mat- arlystin leiðir marga á glapstigu og kemur þeim til að tyggja illa; það er algengur ósiður, sem hjá sumum er afsakanlegur vegna tannleysis; en þeir menn eiga að fá sér tilbúnar tennur, því að tyggingin er nauðsynleg. Sá, sem tyggur matinn illa, þarf miklu meira að borða til þess að seðjast en sá, sem tyggur vel, og margur étur meira en holt er einungis vegna vanrækslu í þessu efni. Flestir læknar munu vera sammála um, að mikill hluti allra magaveikisjúklinga hafi orðið veikir í magan- um af óvandaðri tyggingu, og það er áreiðanlegt, að mörg- um getur batnað magaveikin af því einu að tyggja mat- inn vel. »Hálfnað er verk þá hafið er«; það máltæki má heim- færa upp á meltinguna. Yel tugginn matur má heita hálfmeltur. Munnvatnið bleytir upp matinn, leysir hann i sundur og breytir honum þannig, að garnirnar eiga hægra með að sjúga hann í sig. Stívelsið í mjölmatnum breytist þannig fyrir áhrif munnvatnsins, að það verður að sykri, en sykurinn er mjög auðmeltur, þ. e. kemst hæglega út í blóðið. Því betur sem vér tyggjum, þess meira kemur af munnvatni til að þynna og uppleysa matinn. Tennurnar herðast við brúkunina, en veikjast, þegar þær eru lítt notaðar. Margir vilja halda því fram, að tannpína fari í vöxt að miklu leyti vegna þess, að fólk notar tennurnar langtum minna nú en áður tíðkaðist. T. d. var hér á landi etið áður mikið af harðfiski, sem nú er orðinn sjald- séður réttur. Sumir kenna því um, að meira sé etið af heitum mat en áður tíðkaðist, en hitinn sprengi glerung- inn utan af tannbeininu. Aðrir halda hins vegar, að tannpínan sé að eins einn vottur ásamt öðrum um að »heimur versnandi fer«, þ. e. a. s. að nútíðarkynslóðin sé að úrættast. — Hvað sem þessu líður, þá er það víst,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.