Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 33

Skírnir - 01.12.1908, Side 33
Ofát. 321 tíl þreytu en áður, starfsþróttur minn hefir vaxið stórlega og nm leið öll starfslöngun. Þetta erað minni hyggju þvíað þakka, að eg borða miklu minna af eggjahvítuefnum nú en áður« Prófessor Chittenden þótti þetta merkilegt og ásetti sér að rannsaka það betur. Alt til þessa höfðu vísindin haldið því fram, að eggjahvítuefnin væru mesta kraft- fæðan og þær fæðutegundir, sem hafa mest af þeim, eins •og kjöt, fiskur, egg, mjólk, ostur o. fl., væru nauðsynlegar til þess að gjöra menn holduga og sterka. Chittenden fekk nú yfirherforingja Bandaríkjanna til þess að leyfa sér að gera tilraun með hóp af hermönnum, sem vildu ganga sjálfviljugir undir þær. Mataræði þeirra breytti hann svo, að þeir fengu hér um bil þrisvar sinnum minna af eggjahvítuefnum en áður. I stað þess að kjöt hafði áður verið dagleg fæða þeirra, fengu þeir því nær ekkert af því, en nóg af brauði og smjöri, grautum, kartöflum, ávöxtum og jurtafæðu alls konar. Dátunum þótti þetta ill skifti í byrjuninni, en vöndust brátt matnum og líkaði hann svo vel, að þeir héldu þessu mataræði áfram, eftir að tilraununum var lokið, því að þeir fundu, að þeim leið betur en áður; þolgæðið var meira í öllu erfiði og þeir urðu léttari á sér og liðugri. Chittenden fekk enn fremur nokkra af hinum allra beztu fimleika- og aflraunamönn- um við Harvardháskólann til þess að gera svipaðar til- raunir. Niðurstaðan hjá þeim varð sú sama. Þeir urðu þolbetri og sterkari við að lifa á fábreyttri fæðu, sem hafði að eins lítið af eggjahvítuefnum. Þeim varð léttara um að vinna sigur í kapphlaupum, kappglímum, kappróðri o. s. frv. Fleiri og fleiri urðu nú tii þess að reyna þetta sama, og Chittenden sannfærðist betur og betur um það, að Fletscher hefði haft rétt að mæla. Of mikið af lcjöti og annarri eggjahvíturíkri fœðu er ekki einungis óþarft líkamanum, heldur óholt, og miðar ein- ungis til þess að draga úr þrótt og þolgœði líkamans. Þetta er niðurstaða sú, sem Chittenden komst að, og Hindhede læknir hefir eftir margra ára ítarlegar rann- sóknir og tilraunir komist á alveg sömu skoðun. Hind- 21

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.