Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 36
324
Ofát.
hálsa liðlangan daginn með þunga menn eða byrðar í
eftirdragi. Fæðan, sem þessir menn lit'a á, er oftast nær
eingöngu jurtafæða, mestmegnis hrisgrjón soðin i vatni og
krydduð ýmsum kryddum. Dæmi eru til þess, að svona
karlar geta dregið fullorðinn mann 17 danskar mílur á
14 klukkustundum. Læknir einn, Baeltz að nafni, gerði
þá tilraun á ökumanni sínum, að láta hann fá töluvert af
kjöti til eldis í stað hrísgrjóna og bjóst við, að hann yrði
enn þolbetri að hlaupa fyrir bragðið. En raunin varð
öll önnur. Hann melti reyndar kjötið vel, en hann varð
fyr lúinn en áður og honum fanst kraftarnir linast.
Svipaðar tilraunir gerði hann á fleiri ökumönnum og urðu
úrslitin hin sömu.
Hindhede tilfærir nú mjög mörg dæmi lík þessum.
í öllum iöndum Evrópu er líka mikill flokkur manna, sem
lifir eingöngu á jurtafæðu (Vegetarianere), og ber þeim
flestutn saman um, að öll líðan sín hafl breyzt til batnað-
ar, þegar þeir hættu við kjötátið. Þetta kemur nú ekki
til af því, að kjötið sé neitt eitur, heldur einungis af því,
að i kjötinu er meira af eggjahvítuefni en í nokkurum
öðrum matvælum; og sá, sem etur saðning sinn í kjöti,
fær langtum meira af eggjahvítuefnum í einu en líkaminn
hefir þörf fyrir. Sá, sem neytir jurtafæðu, fær hins vegar
eggjahvítuefnin af skornari skamti, en nægilega mikið til
þess að líkaminn fái sitt.
Svo sem flestum mun kunnugt, er mannleg fæða hvort
sem hún stafar frá dýraríkinu eða jurtaríkinu, eða frá
báðum, samsett af: eggjahvítuefnum, fitu og
k o 1 v e t n i (þ. e. sykri og stívelsi).
Að líkamanum veiti örðugra að hagnýta sér eggja-
hvítuefnin heldur en fituna og kolvetnin, virðist mjög
eðlilegt. Því að bæði flta, stívelsi og sykur brenna í lík-
amanum nær því eins vel og þegar vér kveikjum i
þeim utan líkamans, og verða að kolsýru, sem vér önd-
um frá oss, og vatni, sem fer burt með þvagi og útgufun.
Eggjahvítuefnin brenna hins vegar illa og láta eftir sig
mikla ösku, sem ekki getur brunnið, og likaminn verður
að losna við þau, einkum gegnum lifrina og nýrun, með