Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 39

Skírnir - 01.12.1908, Side 39
Ofát. 327 að lifa sem ódýrast. Sjálfur segist Hindhede lifa fyrir .35 aura á dag eða rúmar 10 krónur á mánuði, og sum- um hefir tekist að lifa enn sparlegar og láta vel yfir. Til eru þeir, sem hafa komist af með langtum minna, t. d. tómt brauð og smjör; ekkért annað, nema vatn að •drekka1). Fyrir alla efnalitla menn eru kenningar Hindhede mesti gleðiboðskapur; en engu síður fyrir efnaða. Því að þeir eiga einnig von á heilsubetra lífi með sparlegri lifn- aðarháttum. I Kaupmannahöfn og víðar hafa verið stofnaðir mat- sölustaðir, þar sem fólki gefst færi á að venjast mataræði eftir fyrirsögn Hindhede, og eru þessir staðir mjög fjöl- sóttir. Hindhede hefir sjálfur samið matreiðslubók og upphugsað samsetning á fjöldamörgum bragðgóðum og einföldum, ódýrum réttum. Eg vil ráða öllum húsmæðr- um, sem skilja dönsku, til að útvega sér þessa bók2), sem bæði er fróðleg og skemtileg. Á heimili minu hefir öll- um likað vel við þá rétti, sem kona mín hefir matreitt eftir bókinni, og býst eg við að svo fari fleirum, sem reyna. Eg hefi þegar fengið þá reynslu á sjálfum mér, að mér líður að öllu leyti betur, þegar eg gæti hófs um kjöt og fisk, en neyti mestmegnis jurtafæðu með viðmeti. Hér á íslandi er kjöt og fiskur víðast hvar langtum ■ódýrara en í útlöndum, og eigi óvíða í sjávarplássum mun fiskur vera ódýrari og auðfengnari en nokkur annar matur. Á slíkum stöðum verður erfitt að prédika fyrir ') Á Englandi hafa margir vanið sig á mjög óbrotna lifnaðarháttu löngu á undan Hindhede. Læknir nokkur, Dr. Cheyne, hefir nú um 16 ár lifað eingöngu á kexi og mjólk — 3f> kvintum af kexi og 3 pottum af mjólk á dag — og er hann vel ánægður með sitt hlutskifti. Sbr. Russel: Strength and diet. London 1905. 2) M. Hindhede: 0konomisk Kogebog. Kbh. 1907.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.