Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1908, Síða 46

Skírnir - 01.12.1908, Síða 46
334 Kvenréttindahreyfingin í Ameríku. framvegis finna til þeirra, ekki til tjóns eða bölvunar, heldur til blessunar, og komandi kynslóðir skulu votta að eg hafi haft á réttu máli a ð stan da. Eg þakka guði, sem hefir kent mér að fyrirlíta ótta við menn, og að bera sannleikanum einum vitni«. Og hann endar greinina með þessum orðum: »Eg sver það, að eg skal ætíð berjast gegn ofbeldi og ranglæti, meðan blóðið bærist í æðum mínum, þangað til fjötrar þrælanna eru brotnir og frelsið og réttlætið sett í hásætið, ofbeldismönnunum hrundið af stóli, og veldis- sproti þeirra brotinn í sundur. Þessu heiti eg; svo sann- arlega hjálpi mér guð«. Menn geta getið nærri, að rit og ræður, sem eru fluttar af slikum sannfæringar og áhugans eldi, muni hafa áhrif. Og það voru einmitt þessi áhrif, sem amerískar konur urðu fyrir. Þær gengu í lið með þessum mönnum og í þeirra skóla. Undir þetta merki safnaðist fjöldi kvenna. Helstar þeirra, sem héldu fyrirlestra og ferðuð- ust til þess að vinna málinu áhangendur voru þær syst- ur Angelína og Sarah Grimke. Þær voru dætur auðugs þrælaeiganda í Charlestan. Hann var mikilsvirtur lög- fræðingur og rithöfundur, og hafði um mörg ár verið for- maður yfirréttarins í Charlestan. Þegar hann dó, gáfu þær systur þrælunum frelsi. En minningin um harm- kvæli þrælanna á heimili þeirra gerði þær að heitustu talsmönnum þeirra. Angelína var orðlögð fyrir gáfur, yndisleik og prúða framkomu. Hún var svo mikil mælskukona að samtíðar- menn hennar segja fáa hafa jafnast á við hana, ©g enga tekið henni fram í þeirri grein. Garrison heyrði talað um hæfileika Angelínu, og fekk þær systur til að fara fyrirlestraferð um alt Massachusetts ríkið og tala gegn þrælahaldinu. Hún talaði þar hver- vetna, á kvennafundum og í heimahúsum, í kirkjum og í skólum. Alstaðar var húsfyllir, og alstaðar hreif hún svo hjörtu áheyrendanna, að þeir urðu síðar heitir fylgismenn málsins. Sarah ritaði í blöð, sendi út flugrit og áskoranir,.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.