Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 50

Skírnir - 01.12.1908, Side 50
338 Kvenréttindabreyfingin í Ameriku. að halda 19, og 20. júlí. Ekki var ætlast til, að' hanre sæktu nema konur. Þær Lukretia og Elizabet höfðu ekki minst á þenna fund síðan í Lundúnum, fyrir 8 árum, og voru því alls ekkert við honum búnar. Nú varð að raða öllu niður á 4 dögum. Engin fundarsköp voru eða lagafrumvörp eða fundarályktanir til hliðsjónar. Þá las ein þeirra upp frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Hana tóku þær til fyr- irmyndar, og sömdu nú yfirlýsingu, sem lesa skyldi upp á fundinum, í jafnmörgum greinum. Öllum 18 sakargift- unum móti Georg Englakonungi, sneru þær upp á karl- mennina, og kröfðust allra þeirra réttiuda sem amerískum borgurum bæri. Yfirlýsingin endaði þannig: »Nú þegar vér hefjum þessa baráttu, þá göngum vér að því vísu, að vér ávinnum oss með því óvild, misskiln- ing, og alls konar rangfærslur. En vér ætlum að nota öll þau meðul, sem í voru valdi standa, til að ná tak- marki voru. Vér ætlum að senda út málsflytjendurr bænaskrár og áskoranir til löggjafarvaldsins í ríkinu, og sjálfs sambandsþings Bandaríkjanna. Vér ætlum að fá presta, stjórnmálamenn og blaðamenn í lið með oss, strá út flugritum og áskorunum og ferðast um landið þvert og endilangt til að halda fyrirlestra og umræðufundi um þetta mál. Fundurinn var haldinn í Methodistakirkjunni, og var hún troðfull báða dagana bæði af konum og körlum. Þótt konur einar ættu í fyrstu að vera með, varð karl- mönnum þegar í fundarbyrjum leyft með fundarsamþykt að taka þátt í honum. Ýms mál voru þar á dagsskrá. En aðalfundarefnið var þó yfirlýsingin; í henni fólust öll sérmál kvenna. Undir hana rituðu 100 konur nöfn sín. A þessum fundi var kvenréttindafélagið stofnað, hið fyrsta í sinni röð í heiminum. Aðalmálin á þessum fundi voru, auk yfirlýsingarinnar, kröfurnar um, að konur fengju aðgang að öllum æðri mentastofnunum, embættum og iðnaðargreinum sem karlmenn, með sömu launum og þeir og jafnrétti í hjónabandinu: að konur ráði yfi sjálfum sérr

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.